Leggur fram nýtt frumvarp um fiskeldi

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um sem tengj­ast fisk­eldi. Er þar meðal ann­ars lagt til að áhættumat erfðablönd­un­ar vegna fisk­eld­is verði lög­fest og að matið verði lagt til grund­vall­ar leyfi­legu magni af frjó­um eld­islaxi í sjókví­um hverju sinni.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, en frum­varpið er sagt byggja á sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við und­ir­bún­ing þess hafi verið byggt að veru­legu leyti á skýrslu starfs­hóps um stefnu­mót­un í fisk­eldi, sem skilaði til­lög­um sín­um með skýrslu í ág­úst 2017.

Nefnd­in geti ekki gert breyt­ing­ar á mat­inu

„Stefna stjórn­valda er að ákv­arðanir um upp­bygg­ingu fisk­eld­is verði byggðar á ráðgjöf vís­inda­manna. Af þeim sök­um er lagt til í frum­varp­inu að áhættumat erfðablönd­un­ar verði lög­fest og að það verði lagt til grund­vall­ar leyfi­legu magni af frjó­um eld­islaxi í sjókví­um á hverj­um tíma. Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að Haf­rann­sókna­stofn­un geri bind­andi til­lög­ur að áhættumati erfðablönd­un­ar en til­lög­urn­ar verði áður born­ar und­ir sam­ráðsnefnd um fisk­eldi til fag­legr­ar og fræðilegr­ar um­fjöll­un­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Nefnd­in geti þá ekki gert nein­ar breyt­ing­ar á áhættumat­inu, og ráðherra staðfesti í kjöl­farið áhættumat erfðablönd­un­ar sam­kvæmt til­lögu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Sú til­laga verði bind­andi fyr­ir ráðherra.

Í frum­varp­inu er einnig kveðið á um að Haf­rann­sókna­stofn­un skuli leggja til­lögu að end­ur­skoðuðu áhættumati erfðablönd­un­ar fyr­ir sam­ráðsnefnd um fisk­eldi inn­an tveggja mánaða eft­ir að lög­in hafa verið birt í Stjórn­artíðind­um.

Í frumvarpinu er lagt til að sett verði ítarlegt lagaákvæði …
Í frum­varp­inu er lagt til að sett verði ít­ar­legt laga­ákvæði um skyldu rekstr­ar­leyf­is­hafa til að starf­rækja innra eft­ir­lit. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Ráðherra skipi sam­ráðsnefnd

Með frum­varp­inu er lagt til að ráðherra skipi sam­ráðsnefnd sem er stjórn­völd­um til ráðgjaf­ar vegna mál­efna fisk­eld­is. Mark­mið þessa er sagt vera að styrkja vís­inda­leg­an grund­völl áhættumats­ins og stuðla að nauðsyn­legu sam­ráði um upp­bygg­ingu fisk­eld­is. Hlut­verk sam­ráðsnefnd­ar­inn­ar sé að leggja mat á for­send­ur og úr­vinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablönd­un­ar bygg­ist á en einnig að taka aðra þætti til skoðunar.

„Mik­il­vægt er að all­ir helstu aðilar hafi sam­eig­in­leg­an vett­vang til skoðana­skipta um þetta mik­il­væga tæki sem áhættumatið er en einnig um aðra þætti sem snerta mál­efni fisk­eld­is,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í nefnd­inni muni eiga sæti fimm full­trú­ar og verði þeir skipaðir til fjög­urra ára í senn. Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra skipi formann nefnd­ar­inn­ar. Þá til­nefni Haf­rann­sókna­stofn­un, fisk­eld­is­stöðvar, Lands­sam­band veiðifé­laga og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga full­trúa í nefnd­ina.

Sett verði skýr reglu­gerðar­heim­ild

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að innra eft­ir­lit sjókvía­eld­is­stöðvar skuli meðal ann­ars fela í sér vökt­un á viðkomu laxal­ús­ar í eld­inu í sam­ræmi við leiðbein­ing­ar sem fram koma í reglu­gerð sem ráðherra set­ur. Niður­stöður vökt­un­ar skulu send­ar Mat­væla­stofn­un sem met­ur hvort og þá hvaða aðgerða er þörf vegna laxal­ús­ar.

Jafn­framt er lagt til að sett verði skýr reglu­gerðar­heim­ild í lög um varn­ir gegn fisk­sjúk­dóm­um fyr­ir ráðherra til að setja ákvæði um vökt­un og aðgerðir vegna laxal­ús­ar. Í slíkri reglu­gerð er ráðherra heim­ilt að mæla fyr­ir um aðgerðir vegna sníkju­dýra í fisk­eldi, svo sem um skyldu rekstr­araðila til að telja laxal­ús við til­tekn­ar aðstæður, til­tek­in viðmiðun­ar­mörk þar sem viðbragða er þörf og aðgerðir vegna út­breiðslu laxal­ús­ar.

Aukið gegn­sæi í fisk­eld­is­starf­semi

Sagt er að með frum­varp­inu sé einnig leit­ast við að auka gegn­sæi í fisk­eld­is­starf­semi. Liður í þessu sé að skylda fisk­eld­is­fyr­ir­tæki til að láta upp­lýs­ing­ar um starf­semi sína til stjórn­valda verða um­fangs­meiri en sam­kvæmt gild­andi lög­um.

Lagt er til að stjórn­völd fái upp­lýs­ing­ar mánaðarlega þannig að hægt verði að leggja mat á breyt­ing­ar í eldi á eld­is­tím­an­um og þannig greina hvernig það þró­ast. Slík­ar upp­lýs­ing­ar munu gefa op­in­ber­um eft­ir­litsaðilum betri mynd af rekstr­in­um og bæta eft­ir­lit þeirra.

Öflugt eft­ir­lit með fisk­eldi

Í frum­varp­inu er lagt til að sett verði ít­ar­legt laga­ákvæði um skyldu rekstr­ar­leyf­is­hafa til að starf­rækja innra eft­ir­lit. Jafn­framt er gerð sú krafa að frá­vik við eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar sé inn­an ásætt­an­legra marka.

„Öflugt innra eft­ir­lit á að tryggja að starf­sem­in sé í lagi og upp­fylli sett­ar kröf­ur. Með þessu eru for­send­ur til að byggja upp áhættumiðað eft­ir­lit með fisk­eldi sem þýðir að fisk­eld­is­fyr­ir­tæki sem hafa sinn rekst­ur í lagi og starfa í sam­ræmi við kröf­ur laga og stjórn­valds­fyr­ir­mæla fá færri eft­ir­lits­heim­sókn­ir en þau sem ekki upp­fylla kröf­urn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Tíma­bundn­ar rann­sókn­ir Hafró

Vegna áherslu á rann­sókn­ir og vökt­un líf­rík­is­ins ger­ir frum­varpið sér­stak­lega ráð fyr­ir heim­ild Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til að stunda tíma­bundn­ar rann­sókn­ir á fisk­eldi í fisk­veiðiland­helgi Íslands, ein eða í sam­starfi við aðra. Með því er horft til þess að auðvelda og greiða fyr­ir nauðsyn­leg­um rann­sókn­um vegna fisk­eld­is og þá sér­stak­lega eld­istilraun­um vegna sjókvía­eld­is.

mbl.is