Þó eru staðir víða um heim sem gera sérstaklega út á nekt og banna jafnvel sundfatnað. Vefsíðan Thrillist tók fyrir stuttu saman lista yfir bestu nektarstrendurnar sem völ er á víða um heim.
Spiaggia di Guvano
Þessi litla strönd í Corniglia á Ítalíu er fjarri þéttsetnum ströndum á ítölsku rivíerunni. Þú þarft að leggja á þig örlítið ferðalag í gegnum fjallgöng til að komast á áfangastað en allt er þetta víst þess virði.
Red Beach
Rauðlituð og fögur strönd á Krít í Grikklandi þar sem finna má hinn fínasta bar til að skála fyrir frelsinu. Ströndin er víst að vísu heldur gróf og því ber að fara varlega þegar striplast er um ströndina.
Plage de Tahiti
Ferðalangar og heimamenn sem sækja strendurnar við frönsku rivíeruna eru orðnir vanir að sjá ansi fáklædda einstaklinga á vafri enda flestir Frakkar fjarri því að vera spéhræddir. Á ströndinni Plage de Tahiti er víst ekki ólíklegt að mæta þekktum einstaklingum en bara svo því sé haldið til haga þá er bannað að taka myndir.
Black´s Beach
Þessi strönd er talin sú allra besta í heiminu. Hún er staðsett rétt norðan við San Diego í Kaliforníu og er víst vinsæl hjá heimafólki. Þar sem ströndin liggur við Kyrrahafið má búast við að sjórinn sé í kaldara lagi.