Kallar eftir afsögn seðlabankastjóra

Þorsteinn Sæmundsson kallaði eftir því úr ræðustóli Alþingis að Már …
Þorsteinn Sæmundsson kallaði eftir því úr ræðustóli Alþingis að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og „hans nánustu samstarfsmenn“ létu þegar af störfum. mbl.is/Hari

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins og nefnd­armaður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, kallaði eft­ir því úr ræðustóli Alþing­is nú síðdeg­is að Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri og „hans nán­ustu sam­starfs­menn“ létu þegar af störf­um.

Umboðsmaður Alþing­is var harðorður á fundi með nefnd­inni í morg­un, er hann ræddi um þá ákvörðun gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands að beita stjórn­valds­sekt­um á hend­ur Sam­herja hf. árið 2016, þrátt fyr­ir að rík­is­sak­sókn­ari hefði áður komið þeirri af­stöðu á fram­færi við Seðlabank­ann, þegar árið 2014, að ekki væru laga­heim­ild­ir til staðar fyr­ir þeim aðgerðum.

Þor­steinn seg­ir að seðlabanka­stjóra og hans nán­ustu sam­starfs­mönn­um sé ekki sætt vegna þessa og þess, sem umboðsmaður gagn­rýndi einnig, að seðlabanka­stjóri hefði með um­mæl­um sín­um um Sam­herja-málið látið að því liggja að þrátt fyr­ir að málið hefði verið látið niður falla væri ekki þar með sagt að rann­sókn­in hafi verið til­hæfu­laus.

„Það er al­veg með ólík­ind­um hvernig seðlabanka­stjóri og Seðlabank­inn hef­ur farið fram í þessu máli og ég sé ekki ann­an kost væn­leg­an fyr­ir þá sem þarna eiga hlut að máli inn­an Seðlabank­ans, en að þeir láti þegar af störf­um, það er að segja seðlabanka­stjóri og hans nán­ustu sam­starfs­menn. Þeim er ekki sætt eft­ir þessa fram­göngu sem að þeir hafa sýnt hér og hafa ekki hlutast á nokk­urn mann og ekki orðið við nokkr­um ábend­ing­um eða til­mæl­um,“ sagði þingmaður­inn.

Frá fundi nefndarinnar í morgun.
Frá fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina