„Misboðið“ fyrir hönd borgaranna

Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég lít það mjög al­var­leg­um aug­um og ég ætla ekk­ert að fara út í lög­fræðina í því, hvað sem líður öllu frelsi fjöl­miðla […] til upp­lýs­inga­gjaf­ar og til að miðla upp­lýs­ing­um, þá er það bara mjög al­var­legt í ljósi þeirra mjög svo viðamiklu rann­sóknar­úr­ræða sem þarna er verið að grípa til ef það reyn­ist rétt vera að starfs­menn hins op­in­bera eru fyr­ir fram bún­ir að upp­lýsa um stað og stund slíkra at­hafna. Ég segi þetta líka til framtíðar, því það verður bara að vera al­veg ljóst að svona gera menn ekki.“

Þetta sagði Tryggvi Gunn­ars­son umboðsmaður Alþing­is á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar þings­ins í morg­un. Þangað var hann kallaður til þess að ræða lög um gjald­eyr­is­mál og stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands við fram­kvæmd gjald­eyris­eft­ir­lits.

Eins og fram hef­ur komið sendi Tryggvi Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra bréf á mánu­dag, þar sem hann sagði meðal ann­ars til­efni til þess, á grund­velli nýrra upp­lýs­inga sem hon­um hefðu borist frá ónafn­greind­um aðila sem nýt­ur vernd­ar upp­ljóstr­ara sam­kvæmt lög­um um umboðsmann Alþing­is, að skoða at­b­urðarás­ina sem leiddi til þess að frétta- og mynda­töku­menn Rík­is­út­varps­ins voru komn­ir að skrif­stof­um Sam­herja hf. bæði á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík að morgni 27. mars árið 2012 þegar gjald­eyris­eft­ir­litið fram­kvæmdi hús­leit.

Í bréf­inu og á fund­in­um í morg­un setti Tryggvi einnig spurn­ing­ar­merki við það að Seðlabank­inn sjálf­ur hefði birt frétt­ir af rann­sókn á hend­ur Sam­herja sama dag og hús­leit­in var fram­kvæmd.

„Það að fara fram með frétt­ir og frá­sagn­ir af mál­um þegar mál­in eru á rann­sókn­arstigi og verið er að beita rann­sóknar­úr­ræðum, er bara mjög vafa­samt og vandmeðfarið,“ sagði hann við nefnd­ar­menn.

„Texti sem að þú læt­ur ekki fram hjá þér fara“

Umboðsmaður steig fast til jarðar á fund­in­um í morg­un, er hann ræddi um þá ákvörðun gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands að beita stjórn­valds­sekt­um á hend­ur Sam­herja hf. árið 2016, þrátt fyr­ir að rík­is­sak­sókn­ari hefði áður komið þeirri af­stöðu á fram­færi við Seðlabank­ann, þegar árið 2014, að ekki væru laga­heim­ild­ir til staðar fyr­ir þeim aðgerðum.

„Það er nú ein­fald­lega þannig að á op­in­ber­um stjórn­völd­um hvíl­ir frum­kvæði og skylda til þess að haga mál­um þannig að það sé farið eft­ir lög­um. Og þegar að æðsti hand­hafi ákæru­valds í land­inu hef­ur sent frá sér texta með þeim hætti sem ég hef sýnt ykk­ur, þá hefði ég haldið að all­ir lög­lærðir ein­stak­ling­ar, að minnsta kosti, gerðu sér grein fyr­ir því að það er texti sem að þú læt­ur ekki fram hjá þér fara,“ sagði Tryggvi við nefnd­ar­menn á fund­in­um í morg­un.

Kann að vera mis­boðið fyr­ir hönd borg­ara

Tryggvi var spurður að því af alþing­is­mann­in­um Óla Birni Kára­syni hvort hon­um væri mis­boðið vegna fram­göngu Seðlabanka Íslands í mál­inu.

„Ég er í því hlut­verki að reyna að gæta að því að það sé rétti­lega staðið að mál­um gagn­vart borg­ur­un­um. Það hvort mér er mis­boðið í þeim sam­skipt­um sem ég þarf að eiga við stjórn­völd í þessu hlut­verki, það læt ég liggja á milli hluta, en það kann að vera að mér sé mis­boðið fyr­ir hönd þeirra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem þarna hafa átt í hlut, það er í raun og veru aðal­atriðið,“ sagði umboðsmaður þá.

Nefndarmenn beindu spurningum sínum til umboðsmanns Alþingis í morgun.
Nefnd­ar­menn beindu spurn­ing­um sín­um til umboðsmanns Alþing­is í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hann gagn­rýndi einnig, eins og hann hef­ur raun­ar áður gert, um­mæli sem seðlabanka­stjóri hef­ur látið eft­ir sér hafa um mál Sam­herja þar sem látið er að því liggja að þrátt fyr­ir að málið hafi verið látið niður falla sé ekki þar með sagt að rann­sókn­in hafi verið til­hæfu­laus.

Umboðsmaður seg­ir að þrátt fyr­ir að mál séu felld niður á laga­tækni­leg­um atriðum þurfi full­trú­ar rík­is­ins „bara að sætta sig við það“ að málið sem farið hafi verið í sé ónýtt.

„Þá fer maður ekki fram með full­yrðing­ar um það að hvað sem því líður sé bara allsend­is óvíst hvort viðkom­andi hafi verið sak­laus,“ sagði Tryggvi.



mbl.is