Telur vert að kanna upplýsingagjöf SÍ

Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Tryggvi Gunnarsson, …
Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, er hér fyrir miðju. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is, seg­ir í bréfi til for­sæt­is­ráðherra sem gert var op­in­bert á vef embætt­is hans í morg­un, að hann telji til­efni til þess að kallað verði eft­ir hver var í raun hlut­ur starfs­manna gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabanks í því að veita starfs­manni Rík­is­út­varps­ins upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­hugaða hús­leit gjald­eyris­eft­ir­lits­ins hjá Sam­herja 27. mars 2012.

„Þá tel ég þörf á að ganga eft­ir því við Seðlabanka Íslands hver hafi tekið ákvörðun um að veita upp­lýs­ing­arn­ar og hver hafi verið aðkoma og vitn­eskja yf­ir­stjórn­ar bank­ans um þessi sam­skipti við Rík­is­út­varpið,“ seg­ir einnig í bréfi umboðsmanns Alþing­is, sem stílað var á for­sæt­is­ráðherra á mánu­dag.

Tryggvi vís­ar í bréfi sínu til þess sem fram kom í bók­inni Gjald­eyris­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits? eft­ir Björn Jón Braga­son, sem kom út í árs­lok 2016, um að starfs­menn Rík­is­út­varps­ins hefðu fengið upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­hugaða hús­leit. Hann seg­ir að hon­um hafi ný­lega borist frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið, frá upp­ljóstr­ara sem njóti vernd­ar, sem gefi til­efni til að kanna upp­lýs­inga­gjöf Seðlabank­ans frek­ar.

Tryggvi sit­ur nú fyr­ir svör­um nefnd­ar­manna á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, þar sem hann ræðir mál­efni gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans, nán­ar til­tekið lög um gjald­eyr­is­mál og stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands við fram­kvæmd gjald­eyris­eft­ir­lits. Fylgj­ast má með fund­in­um í beinni út­send­ingu á vef Alþing­is.

Umboðsmaður seg­ir einnig í bréfi sínu til for­sæt­is­ráðherra að það orðalag í bréfi Más Guðmunds­son­ar til for­sæt­is­ráðherra, sem ritað var í lok janú­ar, að hús­leit­in hjá Sam­herja hefði haft „tölu­verð fæl­ingaráhrif“ veki upp álita­mál um „hvaða til­gang­ur hafi í raun búið að baki því að veita of­an­greind­ar upp­lýs­ing­ar um hús­leit­ina og birta og dreifa frétt um hana með þeim hætti sem gert var í þessu máli,“ en auk þess sem frétta- og mynda­töku­menn RÚV voru mætt­ir á staðinn um leið og aðgerðir hóf­ust í húsa­kynn­um Sam­herja birti Seðlabank­inn sjálf­ur frétt um aðgerðirn­ar á ís­lensku og ensku sama dag og þær fóru fram.

mbl.is