„Verið að rétta fram sáttarhönd“

Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands.
Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands.

Heiðveigu Maríu Ein­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­manns­fram­bjóðanda í Sjó­manna­fé­lagi Íslands, hef­ur verið boðið að ganga að nýju í fé­lagið. Fé­lags­dóm­ur sagði brottrekst­ur­inn fela í sér brot á lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.

Berg­ur Þorkels­son, gjald­keri fé­lags­ins og kjör­inn formaður, staðfest­ir í sam­tali við 200 míl­ur að ákveðið hafi verið að bjóða Heiðveigu að ganga aft­ur í fé­lagið.

„Það er bara verið að lægja öld­urn­ar í fé­lag­inu, rétta fram sátt­ar­hönd og fá smá vinnufrið,“ seg­ir Berg­ur.

Spurður hvort meira verði aðhafst í þessa veru seg­ir hann að þetta sé fyrsta skrefið. 

„Okk­ur barst bréf frá tveim­ur fé­lags­mönn­um þess efn­is að efna skyldi til kosn­inga aft­ur. Því var nátt­úr­lega vísað til kjör­nefnd­ar, þar á það er­indi heima. Kjör­nefnd mun svara því er­indi.“

mbl.is