„Verður að teljast afar sérstakt“

Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur.
Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur.

„Nú­ver­andi stjórn og trúnaðarmannaráð hef­ur með fram­göngu sinni gagn­vart um­bjóðanda mín­um og öðrum fé­lags­mönn­um virt að vett­ugi þær lýðræðis­legu grunn­regl­ur sem gilda eiga við stjórn stétt­ar­fé­laga, eins og seg­ir í niður­stöðum Fé­lags­dóms.“

Þetta seg­ir Kol­brún Garðars­dótt­ir, lögmaður Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur, í bréfi til Bergs Þorkels­son­ar gjald­kera og kjör­ins for­manns Sjó­manna­fé­lags Íslands. Svar­ar hún í bréf­inu boði Bergs til Heiðveig­ar um inn­göngu aft­ur í fé­lagið og sæti í samn­inga­nefnd og ít­rek­ar það sem Heiðveig sagði í sam­tali við 200 míl­ur í gær.

Ann­ars veg­ar að boð um inn­göngu sé óþarft þar sem brott­vikn­ing­in hafi verið dæmd ólög­mæt og hins veg­ar að hún geti ekki samþykkt að vinna trúnaðar­störf fyr­ir fé­lag sem stýrt sé af aðilum sem fram til þessa hafi virt lýðræðis­leg vinnu­brögð að vett­ugi.

Al­veg ljóst sé þá í huga Heiðveig­ar að til þess að skapa frið, traust og trú­verðug­leika um störf fé­lags­ins verði að fara fram nýj­ar kosn­ing­ar. Þá fyrst yrði hægt að taka af­stöðu til boða um að starfa í þágu fé­lags­ins í nefnd­um eða öðrum trúnaðar­störf­um.

Kem­ur til skoðunar að stefna að nýju

„Verði fé­lagið ekki við þeirri áskor­un að boða til kosn­inga hið fyrsta kem­ur til skoðunar að stefna fé­lag­inu á ný fyr­ir Fé­lags­dómi til að knýja á um það, í ljósi af­drátt­ar­lausr­ar niður­stöðu Fé­lags­dóms í máli um­bjóðanda míns, að brott­vikn­ing henn­ar úr fé­lag­inu sem og regla um þriggja ára greiðslu­skyldu til að njóta kjörgeng­is sé skýrt brot á lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.“

Af dóm­in­um verði ekki annað ráðið en að kosn­ing­ar, sem fé­lagið hafi neitað að fresta á meðan skorið væri úr um lög­mæti aðgerðanna, séu þar af leiðandi ólög­mæt­ar, þar sem fé­lagið hafi meðal ann­ars borið fyr­ir sig að Heiðveig væri ekki í fé­lag­inu, seg­ir í bréfi Kol­brún­ar.

„Það verður að telj­ast afar sér­stakt, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið, að þegar bæði fé­lags­menn, forkólf­ar annarra stétt­ar­fé­laga og helstu sér­fræðing­ar í mál­efn­um stétt­ar­fé­laga og vinnu­rétt­ar telji að næstu skref SÍ séu að boða til kosn­inga, að fé­lagið ætli ekki að fara að leiðbein­ing­um sér vitr­ari manna - það hef­ur að minnsta kosti sýnt sig að brjóst­vit þeirra sem hafa tekið ákv­arðanir hingað til í þessu máli sé ekki til eft­ir­breytni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina