Byrjuð að undirbúa aðgerðir

Sveit­ar­fé­lög­in sem verða fyr­ir mesta áfall­inu vegna yf­ir­vof­andi loðnu­brests bíða með að taka upp fjár­hags­áætlan­ir sín­ar þangað til af­drif loðnunn­ar verða full­ráðin. Sveit­ar­stjórn­irn­ar eru byrjaðar að und­ir­búa aðgerðir.

Karl Óttar Pét­urs­son, bæj­ar­stjóri í Fjarðabyggð, seg­ir að áhrif loðnu­brests­ins séu ekki að fullu ljós. „Við bíðum og ger­um okk­ur enn von­ir um að eitt­hvað komi,“ seg­ir Karl. Verði eng­in loðnu­vertíð mun það hafa mik­il áhrif í Fjarðabyggð, eins og fram kom í grein­ar­gerð fjár­mála­stjóra bæj­ar­ins. T.d. verða bæj­ar­sjóður og hafn­ar­sjóður af um 260 millj­óna króna tekj­um.

Stærsta fram­kvæmd Fjarðabyggðar í ár er viðbygg­ing við leik­skól­ann á Reyðarf­irði. Fram­kvæmd­ir standa yfir og verður ekki frestað. Stóra fram­kvæmd­in hjá Fjarðabyggðahöfn­um er við höfn­ina á Norðfirði. Karl seg­ir að búið sé að bjóða verkið út og það verði mun ódýr­ara en reiknað var með.

Sam­ráð í Eyj­um

Loðnu­brest­ur hef­ur einnig mik­il áhrif í Vest­manna­eyj­um. Mat fjár­mála­stjóra á áhrif­um þess fyr­ir bæj­ar­sjóð og hafn­ar­sjóð er í vinnslu. Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, reikn­ar með að bæj­ar­ráð komi sam­an til auka­fund­ar þegar matið ligg­ur fyr­ir.

Hún seg­ir að farið sé að huga að því að efna til sam­ráðsvett­vangs til að fara yfir málið með hags­munaaðilum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: