Boðar til málþings um áhættumatið

Á málþinginu verður farið yfir áhættumatið og þá vinnu sem …
Á málþinginu verður farið yfir áhættumatið og þá vinnu sem liggur að baki því.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur boðað til málþings um áhættumat vegna mögu­legr­ar erfðablönd­un­ar milli eld­islaxa og nátt­úru­legra laxa­stofna á Íslandi.

Málþingið fer fram á fimmtu­dag­inn í fyr­ir­lestra­sal á 1. hæð í Sjáv­ar­út­vegs­hús­inu að Skúla­götu 4.

Bent er á í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi fyrst gefið út áhættumatið í júlí 2017. Ráðherra hafi svo ný­lega lagt fram á Alþingi frum­varp um breyt­ing­ar á ýms­um lög­um sem tengj­ast fisk­eldi og þar sé lagt til að áhættumatið verði lög­fest og jafn­framt að það verði tekið til end­ur­skoðunar í sum­ar.

Á málþing­inu verði farið yfir áhættumatið og þá vinnu sem liggi að baki því, auk þess sem rædd verði næstu skref í þróun þess.

Dag­skrá­in er með eft­ir­far­andi hætti:

  • 09.00: Opn­un málþings. Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra
  • 09.10: Ragn­ar Jó­hanns­son, sviðsstjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un og einn höf­unda áhættumats­ins
  • 09.25: Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi
  • 09.35: Jón Helgi Björns­son, formaður Lands­sam­bands veiðifé­laga
  • 09.45-10.30: Pall­borðsum­ræður.
    • Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, alþing­ismaður og 1. vara­formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is
    • Daní­el Jak­obs­son, bæj­ar­full­trúi í Ísa­fjarðarbæ
    • Jón Kal­dal, talsmaður Icelandic Wild­li­fe Fund
    • Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, alþing­ismaður og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is
    • Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og einn höf­unda áhættumats­ins
mbl.is

Bloggað um frétt­ina