Loðnuleit ekki skilað neinum árangri

LjósmyndEyjólfur Vilbergsson

Loðnuleit grænlenska uppsjávarveiðiskipsins Polar Amaroq hafði ekki skilað neinum árangri síðdegis í gær.

Skipið var þá statt út af Breiðafirði eftir að hafa siglt nær hringinn í kringum landið í leit að loðnu.

„Útkoman er eitt stórt núll,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, í umfjöllun um loðnuleitina í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að það væru vonbrigði, en ekki alveg óvænt. Ekki varð vart við vesturgöngu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: