Óskar eftir frekari skýringum frá SÍ

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ist ætla að óska frek­ari skýr­inga frá Seðlabank­an­um vegna aðgerða bank­ans gegn Sam­herja. Helga Vala Helga­dótt­ir, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði í gær að málið yrði skoðað hjá nefnd­inni.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Katrín­ar vegna fyr­ir­spurn­ar Frétta­blaðsins. Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri kem­ur á fund nefnd­ar­inn­ar á fimmtu­dag.

Umboðsmaður Alþing­is gagn­rýndi aðför Seðlabank­ans gegn Sam­herja á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar á miðviku­dag. SÍ beitti Sam­herja stjórn­valds­sekt­um árið 2016 þrátt fyr­ir að rík­is­sak­sókn­ari hefði áður komið þeirri af­stöðu á fram­færi við Seðlabank­ann að ekki væru laga­heim­ild­ir til staðar fyr­ir aðgerðunum.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri. mbl.is/​​Hari

Hæstirétt­ur felldi sekt­ina úr gildi í nóv­em­ber og í kjöl­farið óskaði Katrín eft­ir grein­ar­gerð frá bankaráði Seðlabank­ans. 

Fram kem­ur í svari for­sæt­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Frétta­blaðsins að óskað verði frek­ari skýr­ing­ar frá Seðlabank­an­um, meðal ann­ars um eft­ir­fylgni með um­bót­um í stjórn­sýslu bank­ans og um sam­skipti við fjöl­miðla.

mbl.is