Munu valda meiri ókyrrð í lofti

Andrúmsloftið verður óstöðugra með auknu magni koltvíoxíðs.
Andrúmsloftið verður óstöðugra með auknu magni koltvíoxíðs. AFP

Vís­inda­menn telja að lofts­lags­breyt­ing­ar muni valda mun meiri ókyrrð í háloft­un­um sem aft­ur gæti fjölgað flug­at­vik­um eins og því er varð um helg­ina er flug­vél Tur­k­ish Air­lines missti skyndi­lega hæð með þeim af­leiðing­um að farþegar slengd­ust í veggi henn­ar og loft og ein flug­freyja fót­brotnaði. 28 voru flutt­ir á sjúkra­hús.

Í frétt For­bes um málið seg­ir að talið sé að mik­il ókyrrð muni aukast um hundruð pró­senta á næstu árum í hinu fjöl­farna loft­rými yfir Norður-Am­er­íku, Evr­ópu og Norður-Kyrra­hafi. Skýr­ing­in er sú að aukið kolt­víoxíðmagn í and­rúms­loft­inu er nú tvisvar sinn­um meira en fyr­ir iðnbylt­ingu. 

„Tíðni ókyrrðar í lofti yfir Atlants­haf­inu að vetri til mun aukast svo um mun­ar [...] sam­hliða því að lofts­lagið breyt­ist,“ skrifaði Paul D. Williams, pró­fess­or við Há­skól­ann í Rea­ding, í rann­sókn­arniður­stöðum sín­um árið 2017. 

Vél Tur­k­ish Air­lines var yfir Maine á laug­ar­dag og átti 45 mín­út­ur eft­ir á flugi til lend­ing­ar er hún missti skyndi­lega hæð með fyrr­greind­um af­leiðing­um. Vél­in lenti heilu og höldnu í New York þar sem floti sjúkra­bíla beið farþega og áhafn­ar.

Í rann­sókn Wiliams og fé­laga kom fram að fjár­hags­leg­ar af­leiðing­ar hinn­ar auknu ókyrrðar í lofti yrðu marg­vís­leg­ar. Vél­ar yrðu fyr­ir ýms­um áföll­um, flug­ferðum verður oft­ar seinkað og viðgerðar­kostnaður eykst.

mbl.is