Ungt fólk stendur saman

Ljósmyndari Elías Arnar

Ungt fólk í tæp­lega 100 lönd­um í yfir 1.200 borg­um og bæj­um ætl­ar að taka sig sam­an og sam­ein­ast í bar­átt­unni með lofts­lag­inu á föstu­dag­inn og eru ís­lensk ung­menni þar ekki und­an­skil­in. 

„Föstu­dag­inn 15. mars mun fjórða verk­fallið fyr­ir lofts­lagið eiga sér stað hér á landi. Að þessu sinni fer verk­fallið fram sem hluti af alþjóðlegu verk­falli, en lofts­lags­verk­föll munu eiga sér stað á sama tíma í tæp­lega 100 lönd­um og yfir 1.200 borg­um og bæj­um. Verk­fallið er hluti af alþjóðlegri öldu ung­menna sem rísa upp að for­dæmi hinn­ar sænsku Gretu Thun­berg og mun 15. mars marka henn­ar þrítug­ustu viku í lofts­lags­verk­falli. Fleiri en 12.000 vís­inda­menn og fræðimenn hafa skrifað und­ir stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við verk­föll­in,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Verk­fallið hér á landi mun fara fram í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri. Í Reykja­vík verður safn­ast sam­an fyr­ir fram­an Hall­gríms­kirkju klukk­an 12 og gengið niður á Aust­ur­völl þar sem hið eig­in­lega verk­fall fer fram með ávörp­um og sam­stöðu. Verk­fallið á Ak­ur­eyri fer fram á Ráðhús­torgi klukk­an 12 til 13.

Í síðasta verk­falli söfnuðust sam­an um 400 manns á Aust­ur­velli, flest börn á grunn­skóla­aldri, og kröfðust auk­inna aðgerða vegna lofts­lags­mála.

Ljós­mynd­ari Elías Arn­ar

„Stjórn­völd þurfa að grípa til auk­inna og metnaðarfyllri aðgerða strax og auka fjár­fram­lög í mála­flokk­inn. Sam­kvæmt milli­ríkja­nefnd Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) þurfa ríki heims að verja ár­lega 2,5% af vergri lands­fram­leiðslu í lofts­lags­mál fram til 2035 ef halda á hnatt­rænni hlýn­un inn­an við 1,5°C.

Rík­is­stjórn Íslands hef­ur sett sér aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um en fjár­magnið sem er eyrna­merkt henni hljóðar ein­ung­is upp á 0,05% af lands­fram­leiðslu og því má bet­ur ef duga skal. At­vinnu­lífið þarf einnig að axla ábyrgð og ráðast sam­stund­is í aðgerðir til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Krafa verk­falls­ins er að enn verði aukið í, enda ligg­ur það í aug­um uppi að ef ekki verður gert bet­ur mun það falla á kom­andi kyn­slóðir að taka af­leiðing­un­um.

For­svars­menn lofts­lags­verk­falls­ins hafa þegar fundað með um­hverf­is- og auðlindaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrands­syni, en bíða enn fund­ar­boðunar frá for­sæt­is­ráðherra, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, og fjár­málaráðherra, Bjarna Bene­dikts­syni,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá aðstand­end­um lofts­lags­átaks­ins á Íslandi.

Ljós­mynd­ari Elías Arn­ar
mbl.is