„Drottning fílanna“ öll

Hún var sannarlega tignarleg, drottning fílanna.
Hún var sannarlega tignarleg, drottning fílanna. Ljósmynd/Will Burrard-Lucas

„Ef ég hefði ekki séð hana með eig­in aug­um hefði ég átt bágt með að trúa því að slík­ur fíll væri til í heim­in­um,“ seg­ir ljós­mynd­ar­inn Will Burr­ard-Lucas sem tók síðustu mynd­irn­ar af „drottn­ingu fíl­anna“ í Ken­ía skömmu áður en hún var öll, yfir sex­tíu ára göm­ul.

Fíl­skýr­in hef­ur ætíð verið þekkt und­ir heit­inu F_M­U1. Hún bjó á slétt­um Tsa­vo í Ken­ía. Gríðarlang­ar skögultenn­ur voru henn­ar ein­kenn­is­merki. „Ef það er til drottn­ing fíl­anna þá var það al­veg ör­ugg­lega hún,“ seg­ir Burr­ard-Lucas. Tsa­vo-sjóður­inn og dýra­vernd­un­ar­yf­ir­völd í Ken­ía fólu hon­um það hlut­verk að mynda kúna og dvaldi hann við það verk­efni í átján mánuði. Og mynd­irn­ar af F_M­U1 eru ekk­ert annað en stór­kost­leg­ar.

View this post on In­sta­gram

Such an incredi­ble ani­mal... Check out my In­sta­gram Story for more #landofgi­ants­book @tsa­votr­ust

A post shared by Will Burr­ard-Lucas (@will­bl) on Mar 13, 2019 at 2:24am PDT

 

„Skögultenn­ur henn­ar voru svo lang­ar að hún dró þær eft­ir jörðinni,“ seg­ir ljós­mynd­ar­inn. „Hún var eins og minn­ing um horfna tíma.“

Veiðiþjófnaður er enn mikið vanda­mál víðs veg­ar um Afr­íku og hafa fíl­ar ekki farið var­hluta af því. Fíla­bein er enn eft­ir­sótt og oft er gripið til þess ráðs að saga skögultenn­ur fíla af svo þeir freisti ekki veiðiþjóf­anna. „Hún hafði lifað af hræðilegt tíma­bil veiðiþjófnaðar og það er mik­ill sig­ur að hún var ekki drep­in með snöru, byssu­kúlu eða eitruðum örv­aroddi,“ seg­ir Burr­ard-Lucas við BBC.

Örlög annarra fíla með gríðar­stór­ar skögultenn­ur hafa oft verið hræðileg. Fyr­ir tveim­ur árum var hinn fimm­tugi Satao drep­inn í ná­grenni landa­mær­anna að þjóðgarðinum í Tsa­vo.

Satao og F_M­U1 voru eng­ir venju­leg­ir fíl­ar held­ur báru þau ein­stök gen sem ollu því að skögultenn­ur þeirra urðu mikl­ar og glæsi­leg­ar. Slík­ir fíl­ar ná oft ekki háum aldri ein­mitt vegna þessa eig­in­leika, þeir eru drepn­ir áður en þeir ná að fjölga sér að ein­hverju ráði. Því erfa sí­fellt færri fíl­ar þessi sér­stæðu gen og er mögu­legt að þeim hafi verið eða verði út­rýmt.

Ljós­mynd­ar­inn Burr­ard-Lucas er að gefa út nýja bók með mynd­um sín­um: Í landi ris­anna. Síðustu mynd­ina af F_M­U1 tók hann við vatns­ból. „Ég naut for­rétt­inda og upp­lifði sælu­til­finn­ingu sem ég mun aldrei gleyma.“

mbl.is