„Gríðarlega mikið áfall“

Loðnubresturinn hefur víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum, eins og öðrum bæjum …
Loðnubresturinn hefur víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum, eins og öðrum bæjum sem hafa treyst á loðnuna, og hríslast út um allt samfélagið. Allir bæjarbúar finna fyrir honum. mbl.is/Árni Sæberg

Loðnu­brest­ur­inn er mikið áfall fyr­ir ein­stök sjáv­ar­út­vegs- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki og sam­fé­lög­in sem þau starfa í. Sjó­menn á upp­sjáv­ar­skip­um verða launa­litl­ir í sjö mánuði og eng­in upp­grip verða hjá starfs­fólki loðnu­bræðsln­anna og upp­sjáv­ar­frysti­hús­anna þetta árið. Það áfall sem fyr­ir­tæk­in og starfs­fólkið verður fyr­ir smit­ast út í sam­fé­lög­in og hef­ur áhrif á flesta íbúa þeirra þegar upp verður staðið.

Stjórn­end­ur sveit­ar­fé­laga sem eiga hags­muna að gæta í veiðum og vinnslu loðnu eru að taka sam­an upp­lýs­ing­ar um áhrif loðnu­brests á byggðarlög­in. Eft­ir að til­kynnt var um að Haf­rann­sókna­stofn­un myndi ekki standa fyr­ir frek­ari leit að loðnu á þess­ari vertíð og þar með ljóst að ekki verður neinn loðnu­kvóti gef­inn út hafa stjórn­end­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sest yfir rekst­ur­inn. Það sama á við um fyr­ir­tæki sem þjóna veiðum og vinnslu á loðnu.

Fjarðabyggð er það sveitarfélag landsins sem mest á undir loðnuveiðum …
Fjarðabyggð er það sveit­ar­fé­lag lands­ins sem mest á und­ir loðnu­veiðum og vinnslu. Tæp­ur helm­ing­ur loðnu­afl­ans barst á land þar á síðasta ári. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Gríðarlegt áfall

Góðar loðnu­vertíðir árin 2012 og 2013 skiluðu 30-34 millj­örðum króna í út­flutn­ings­verðmæt­um, á verðlagi hvers árs. Und­an­far­in 3 ár hef­ur loðnan skilað um 18 millj­örðum á ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Frá ár­inu 2000 hafa loðnu­af­urðir skilað að meðaltali 9% af verðmæti sjáv­ar­af­urða.

„Þetta er gríðarlega mikið áfall fyr­ir fyr­ir­tæk­in og sam­fé­lög­in. Einnig fyr­ir þjón­ustu­fyr­ir­tæk­in sem hafa verið að þjón­usta grein­ina svo sem við lönd­un, bretta­smíði og fleiru. Ég geri ráð fyr­ir að nú sitji hver og einn stjórn­andi og fari yfir stöðu síns fyr­ir­tæk­is og reikni,“ seg­ir Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Hann seg­ir að loðnu­brest­ur­inn sé einnig mikið högg fyr­ir þjóðarbúið þar sem rík­is­sjóður verði af að minnsta kosti 4 millj­örðum króna í tekj­ur, ef miðað er við vertíð eins og var í fyrra sem þó hafi ekki verið neitt sér­stök.

Fyr­ir­tæki í Fjarðabyggð eru með mesta loðnu­kvót­ann og þar komu á land um 47% afl­ans á síðasta ári. Fyr­ir­tæk­in þar verða því af mikl­um tekj­um, eða um 10 millj­örðum ef tekið er mið af síðasta ári. Fjár­mála­stjóri bæj­ar­ins hef­ur reiknað út að launa­tekj­ur starfs­manna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Fjarðabyggð af veiðum og vinnslu loðnu hafi numið ein­um millj­arði á ár­inu 2018. Mun loðnu­brest­ur­inn lækka laun starfs­manna um 13%. Að auki er gert ráð fyr­ir að sam­drátt­ur í launa­tekj­um starfs­manna í þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um nemi um 250 millj­on­um króna. Í heild muni launa­tekj­ur íbúa í Fjarðabyggð drag­ast sam­an um að minnsta kosti 5% á milli ára.

Fram kom hjá fjár­mála­stjóra bæj­ar­ins að 15 starfs­mönn­um hafi verið sagt upp störf­um vegna óviss­unn­ar. Þar mun aðallega vera um að ræða starfs­menn Tandra­bergs sem vinna við lönd­un og smíði frysti­bretta.

Bæj­ar­sjóður Fjarðabyggðar og hafna­sjóður verða af um 260 millj­óna króna tekj­um og hef­ur bæj­ar­ráð óskað eft­ir því að for­stöðumenn stofn­ana und­ir­búi sparnaðaraðgerðir.

Mun ít­ar­legri um­fjöll­un um loðnu­brest­inn og af­leiðing­ar hans má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina