Kafari hafnaði í hvalskjafti

Kafarinn í kjafti hvalsins.
Kafarinn í kjafti hvalsins. Skjáskot/YouTube

Reynd­ur kafari lenti ný­verið í því und­an strönd­um Suður-Afr­íku að hafna í hvalskjafti. Hon­um varð þó ekk­ert meint af enda um „blíðan risa“ að ræða sem hafði ekk­ert illt í hyggju.

Í frétt á dýrasíðunni The Dodo seg­ir að kafar­inn Rainer Schimpf, hafi verið að kafa ásamt teymi kvik­mynda­töku­manna er allt varð skyndi­lega svart. „Allt varð dimmt og ég fann þrýst­ing á mjöðminni,“ seg­ir Schimpf, „og um leið og ég fann þrýst­ing­inn þá vissi ég að hval­ur hefði gripið um mig.“

Það reynd­ist rétt. Hval­ur af teg­und sem kennd er við norska hval­veiðiman­inn Joh­an Brydes en heit­ir á ís­lensku skorur­eyður hafði opnað skolt­inn og í hon­um lá nú Schimpf. „Það er eng­inn tími til að verða hrædd­ur í aðstæðum sem þess­um.“ Hon­um tókst að rifja upp að skorur­eyðar eru mein­laus­ir blíðir ris­ar. En á sama tíma var ekk­ert sem Schimpf gat gert. Hann varð ein­fald­lega að bíða eft­ir að hval­ur­inn losaði takið. Ekki leið á löngu þar til ein­mitt það gerðist. Kafar­inn var því aðeins í kjafti hans í nokkr­ar sek­únd­ur. „Mér skolaði út inn­an fárra augna­blika,“ seg­ir Schimpf sem tel­ur að hval­ur­inn hafi verið jafn hissa og hann sjálf­ur.

Brydes-hvali eða skorur­eyði er helst að finna á hlýj­um hafsvæðum. Þeir geta orðið gríðar­stór­ir, 15-16 metr­ar að lengd og 12-25 tonn að þyngd. Hann á frænd­ur við Íslands­strend­ur, steypireyði og hnúfu­bak. 

mbl.is