Helgi Svavar Helgason og Stefanía Thors kunna að lifa lífinu. Þau eru með spilakassa í eldhúsinu og taka oft leik eftir matinn enda er mikilvægt að hafa léttleikann í forgrunni. Þau eru gestir Heimilislífs að þessu sinni.
Helgi Svavar er tónlistarmaður og kannski þekktastur fyrir að vera trommarinn í Hjálmum en Stefanía er kvikmyndagerðarmaður og klippari.
Heimili þeirra er eins og ævintýraheimur. Þau féllu fyrir húsinu þegar í stað en í stað þess að henda eldhúsinu út ákváðu þau að halda því að spila í kring til þess að leyfa anda fyrri tíma að njóta sín.