Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur tími.
„Við mæðgur höfum átt dásamlegar stundir í alls konar föndri og undirbúningi.“ Þær gerðu m.a. krukkur í litnum sem verða notaðar undir blóm og til borðskreytinga.