Fjörutíu kíló af plasti í hvalsmaga

Fjölmargir innkaupapokar voru í maga hvalsins.
Fjölmargir innkaupapokar voru í maga hvalsins. AFP

Dauður hval­ur, sem rak að strönd­um Fil­ipps­eyja, var með fjöru­tíu kíló af plasti í maga sín­um. Það voru starfs­menn D'­Bo­ne-safns­ins sem fundu hræ skugga­nefj­unn­ar í fjöru aust­ur af borg­inni Dav­ao. Í Face­book-færslu safns­ins seg­ir að dýrið hafi verið fyllt „af meira plasti en við höf­um nokkru sinni áður séð í hval“. Í maga skugga­nefj­unn­ar fund­ust m.a. sex­tán pok­ar utan af hrís­grjón­um og fjöl­marg­ir inn­kaupa­pok­ar.

Safnið hyggst á næstu dög­um birta á Face­book-síðu sinni ít­ar­leg­an lista yfir það sem fannst í dýr­inu. „Ég átti ekki von á því að svo mikið plast myndi finn­ast,“ seg­ir Dar­rell Blatchley, stofn­andi og for­stjóri safns­ins, í sam­tali við CNN.

Í rann­sókn sem birt var árið 2015 var greint frá því að fimm þjóðir Asíu, Kína, Indó­nesía, Fil­ipps­eyj­ar, Víet­nam og Taí­land, bera ábyrgð á um 60% alls plasts sem end­ar í haf­inu. 

Fleiri dæmi eru um hvali sem finn­ast dauðir, upp­full­ir af plasti. Í fyrra fannst flipa­hval­ur við strend­ur Taí­lands og hafði hann gleypt átta­tíu plast­poka.

Skugga­nefj­ur kunna best við sig á miklu dýpi. Þær verða um 5-7 metr­ar að lengd og um 2.500 kíló. 

Frétt BBC.

mbl.is