Óska eftir skýrslu um loðnuna

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Hari

All­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins hafa óskað eft­ir að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýt­ingu og vist­fræðilega þýðingu loðnu­stofns­ins á ár­un­um 2000 til 2019.

Skýrslu­beiðnin, sem er ít­ar­leg og í alls sautján töluliðum, má sjá hér á vef Alþing­is.

Í til­kynn­ingu frá Ingu Sæ­land, for­manni Flokks fólks­ins og fyrsta flutn­ings­manni beiðninn­ar, seg­ir að ástand loðnu­stofns­ins sé grafal­var­legt, bæði frá efna­hags­leg­um og um­hverf­is­leg­um sjón­ar­miðum.

„Afar mik­il­vægt er að þingið sem og þjóðin öll fái sem gleggst­ar upp­lýs­ing­ar um stöðu mála hvað varðar nýt­ingu og líf­fræðilega þætti sem tengj­ast loðnunni,“ seg­ir Inga.

Sam­kvæmt þing­skap­a­lög­um skuli ráðherra ljúka skýrslu­gerðinni inn­an tíu vikna eft­ir að skýrslu­beiðnin er samþykkt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina