Riðið á vaðið á Siglufirði

Gert að grásleppu á Húsavík. Mynd úr safni.
Gert að grásleppu á Húsavík. Mynd úr safni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fáir kaup­end­ur á grá­sleppu hafa gefið upp verð fyr­ir vertíðina en ör­fá­ir dag­ar eru þar til vertíðin hefst. Grá­sleppu­verk­and­inn Sverr­ir Björns­son ehf. á Sigluf­irði hef­ur þó riðið á vaðið en hann mun hafa gefið upp 260 krón­ur fyr­ir kíló­grammið af óskor­inni grá­sleppu 6. mars.

Þetta kem­ur fram á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda og um leið bent á að verk­and­inn hafi einnig verið fyrst­ur til að gefa upp verð fyr­ir síðustu vertíð.

„Þetta er ánægju­leg þróun því heyrt hef­ur til und­an­tekn­inga að legið hafi fyr­ir verð á grá­sleppu fyr­ir upp­haf vertíða,“ seg­ir á vef sam­bands­ins, sem bein­ir því einnig til út­gerða á svæðum þar sem vænta megi þorsks í ein­hverju magni sem meðafla, að kanna hvort kaup­end­ur á grá­sleppu taki einnig á móti þorski úr grá­sleppu­net­um á föstu verði. 

Bjart­sýni er sögð ríkja fyr­ir kom­andi vertíð en sam­bandið tek­ur fram að at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið sé með í und­ir­bún­ingi frum­varp um kvóta­setn­ingu á grá­sleppu. Gefið hafi verið út að afli á grá­sleppu 2019 telji ekki með í veiðireynslu, komi til kvóta­setn­ing­ar.

mbl.is