Hátt í 800 milljónir tapast í Eyjum

Loðnuskip munu ekki sjást við Vestmannaeyjar á næstunni.
Loðnuskip munu ekki sjást við Vestmannaeyjar á næstunni. mbl.is/RAX

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja­bæj­ar tel­ur ekki nauðsyn­legt að svo stöddu að taka upp fjár­hags­áætl­un árs­ins 2019 þrátt fyr­ir loðnu­brest þar sem áætla megi að út­svar­s­tekj­ur Vest­manna­eyja­bæj­ar skerðist um rúm­ar 90 millj­ón­ir.

Eru þá ekki tekn­ar með í reikn­ing­inn tapaðar út­svar­s­tekj­ur vegna launa­tekna í af­leiddri starf­semi, að því er seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag.

Ákvörðun bæj­ar­ráðs kem­ur í kjöl­far minn­is­blaðs sem Sig­ur­berg­ur Ármanns­son, fjár­mála­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, lagði fram á fundi bæj­ar­ráðs í gær en bæj­ar­stjórn hafði á fundi sín­um 28. fe­brú­ar falið fjár­mála­stjóra að fara yfir fjár­hags­leg áhrif yf­ir­vof­andi loðnu­brests og meta hvort for­sendu­brest­ur væri fyr­ir tekju­áætlun fjár­hags­áætl­un­ar aðalsjóðs og hafn­ar­sjóðs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: