„Tímabundið ástand“ í uppsjávarveiði

Kristján Þór segir ekki um það að ræða að ganga …
Kristján Þór segir ekki um það að ræða að ganga gegn ráðgjöf vísindamanna og gefa út loðnukvóta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhyggj­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra af loðnu­brest­in­um snúa helst að því að ekki sé vitað nægi­lega mikið um vist­fræði- og um­hverf­isþætti sem lúta að loðnunni. „Það eru ein­hverj­ar breyt­ing­ar í haf­inu sem við þurf­um að rann­saka bet­ur,“ sagði Kristján Þór Júlí­us­son í Kast­ljósi í kvöld.

Hann seg­ir mikla fjár­muni þegar hafa verið setta í rann­sókn­ir vegna þessa og leit að loðnu hafi aldrei verið eins um­fangs­mik­il og hún var nú í vet­ur.

Aðspurður sagði hann ekki um það að ræða að ganga gegn ráðgjöf vís­inda­manna og gefa út loðnu­kvóta. „Við höf­um sem bet­ur fer byggt okk­ar auðlinda­nýt­ingu á ráðgjöf vís­inda­manna, bestu fá­an­legu ráðum hverju sinni,“ sagði Kristján Þór og bætti við að deil­ur vegna þessa hefðu hjaðnað vegna breyttra viðhorfa og auk­inn­ar þekk­ing­ar.

„Ég hef enga trú á því að upp­sjáv­ar­veiðin sé að leggj­ast af. Þetta er tíma­bundið ástand og ég hef trú á því að þetta komi þó að síðar verði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina