Brestur í loðnu og blikur á lofti

Mikið hefur mætt á Þorsteini Sigurðssyni og samstarfsfólki hans í …
Mikið hefur mætt á Þorsteini Sigurðssyni og samstarfsfólki hans í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brest­ur í loðnu­veiðum og blik­ur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að und­an­förnu. Loðnan hef­ur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörg­um spurn­ing­um er ósvarað um um­hverf­isþætti, út­breiðslu, þróun stofns­ins og göng­ur loðnunn­ar til hrygn­ing­ar, sem að stærst­um hluta hef­ur verið í Faxa­flóa og Breiðafirði.

Ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög víða um land þurfa að end­ur­skoða fjár­hags­stöðuna og komið hef­ur fram að loðnu­brest­ur­inn sé mikið högg fyr­ir þjóðarbúið. Þannig geti ríkið orðið af um fjór­um millj­örðum ef miðað sé við vertíð eins og var í fyrra sem þó var ekki meðal þeirra stóru, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morgu­blaðinu í dag.

Mörg spjót hafa staðið á starfs­mönn­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar síðustu vik­ur, en þar stend­ur Þor­steinn Sig­urðsson í brúnni á upp­sjáv­ar­sviði. Hann seg­ir að loðnan sem hrygn­ir fyr­ir Vest­ur­landi sé trú­lega að mestu hrygnd, en hrygn­ing fyr­ir norðan sé venju­lega seinna á ferðinni. Þar virðist minna af loðnu ganga til hrygn­ing­ar en síðustu tvö ár af frétt­um að dæma. Fregn­ir hafi borist héðan og þaðan um loðnu, en Þor­steinn seg­ir að það sé í sam­ræmi við það sem menn hafi vitað og ekk­ert sem breyti fyrri ákvörðunum varðandi ráðgjöf um veiðar.

Mest af loðnunni hrygn­ir við þriggja ára ald­ur og drepst síðan að stór­um hluta. Loðnu­brest­ur­inn kom ekki með öllu á óvart því ár­gang­ur­inn sem átti að bera uppi veiði vetr­ar­ins mæld­ist lít­ill við mæl­ing­ar þegar hann var mæld­ur sem ung­loðna í sept­em­ber 2017.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: