Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn?
Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn? mbl.is/pxhere.com

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá íslenskri konu sem spyr hvort það sé nóg að nota meik eða hvort hún þurfi líka sólarvörn.

Sæl Jenna, 

Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?

Kveðja, KH

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Sæl KH. 

Nei það er ekki nóg. Þó svo að farði innihaldi yfirleitt einhverja sólarvörn þá er hún yfirleitt ekki nægjanleg. Mjög algengt er að farðinn sé ekki notaður í því magni sem þarf til að vernda gegn sólinni eða þá ekki dreift nógu jafnt yfir andlitið. Ég mæli því með að nota sólarvörn undir farða ef þú ætlar að vera í mikilli sól. Farði með sólarvörn getur verið nægjanlegur á vorin en ekki þegar sólin er sem sterkust yfir sumarmánuðina.

Kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is