Mótmæltu hvalveiðum

Frá mótmælunum á Austurvelli í dag.
Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvala­vernd­un­ar­sinn­ar efndu til mót­mæla fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið í há­deg­inu í dag.

Sam­tök­in Reykja­vík Whale Save, Sea Sheperd Ice­land, Stop Whal­ing in Ice­land, Reykja­vik Ani­mal Save, GAIA Ice­land, SEEDS, Jarðar­vin­ir og Sam­tök grænkera á Íslandi stóðu fyr­ir mót­mæl­un­um.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fram kom í til­kynn­ingu að Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi óstudd­ur tekið þá ákvörðun að leyfa hval­veiðar á Íslandi, í það minnsta til árs­ins 2023.

„Það eru ótelj­andi ástæður fyr­ir því að við eig­um ekki að drepa hvali en eng­ar góðar ástæður fyr­ir því að drepa þá,“ sagði meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Ljós­mynd­ari mbl.is leit við á Aust­ur­velli í dag og smellti mynd­um af mót­mæl­end­um.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is