Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Alþingi hefur ekki auglýst á samfélagsmiðlum og hyggst ekki gera …
Alþingi hefur ekki auglýst á samfélagsmiðlum og hyggst ekki gera svo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­in áform eru uppi um að birta aug­lýs­ing­ar frá Alþingi á sam­fé­lags­miðlum eins og Face­book, In­sta­gram, YouTu­be og Twitter. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í svari for­seta Alþing­is við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni um aug­lýs­ing­ar á sam­fé­lags­miðlum.

Alþingi hef­ur ekki aug­lýst á sam­fé­lags­miðlum og hyggst ekki gera svo, að því er fram kem­ur í svar­inu.

Eina notk­un Alþing­is á sam­fé­lags­miðlum er á Twitter-síðu þess en þar eru reglu­lega til­kynn­ing­ar um starf­semi Alþing­is og viðburði á veg­um þess. „Svipað gild­ir um Hús Jóns Sig­urðsson­ar í Kaup­manna­höfn, en þar er efni miðlað á vef Jóns­húss, Face­book, In­sta­gram og Flickr,“ seg­ir í svar­inu.

Aug­lýs­inga­kostnaður Alþing­is er fyrst og fremst aug­lýs­ing­ar um laus störf á skrif­stofu Alþing­is og hef­ur regl­an hef­ur verið sú að birta slík­ar aug­lýs­ing­ar í þeim tveim­ur dag­blöðum sem gef­in eru út, Frétta­blaðinu og Morg­un­blaðinu. Þá hafa ein­staka sinn­um verið birt­ar aug­lýs­ing­ar í Rík­is­út­varp­inu eins og í tengsl­um við opið hús á Alþingi 2018.

mbl.is