Þrítugustu aldar maðurinn látinn

Scott Walker var 76 ára að aldri.
Scott Walker var 76 ára að aldri. Ljósmynd/Jamie Hawkesworth

Banda­ríski tón­list­armaður­inn Scott Wal­ker er lát­inn 76 ára að aldri. Wal­ker sem upp­haf­lega hét Scott Eng­el og var fædd­ur í Ohio-ríki í Banda­ríkj­un­um, sló í gegn með Wal­ker-bræðrum í Bretlandi um miðjan sjö­unda ára­tug­inn. Um tíma voru vin­sæld­ir þeirra jafn­vel sagðar meiri en hjá sjálf­um Bítl­un­um í Bretlandi og var talað um banda­rísku inn­rás­ina sem andsvar við vin­sæld­ir breskra hljóm­sveita í Banda­ríkj­un­um. 

Barítón-rödd Wal­kers var stór þátt­ur í hljómi sveit­ar­inn­ar en einnig lék hann á bassa, gít­ar og hljóm­borð. Hlut­irn­ir gerðust hratt á sjö­unda ára­tugn­um og frá ár­un­um 1967-1969 gaf Wal­ker út fjór­ar sóló­plöt­ur sem þykja enn vera mik­ill fjár­sjóður fyr­ir tón­list­ar­unn­end­ur. Scott og Scott 2, Scott 3 og Scott 4 náðu mikl­um vin­sæld­um í Bretlandi og í Evr­ópu. Ex­istens­íal­ísk­ir text­ar, stór­ar strengja­út­setn­ing­ar og fágaður stúd­íó­hljóm­ur ein­kenn­ir verk­in. 

Þarna var Wal­ker á há­tindi fer­ils síns og Scott 3 náði til að mynda á topp breska vin­sældal­ist­ans. Það er erfitt að ímynda sér að ein­hver af popp­stjörn­um nú­tím­ans myndi fara að semja ópus um Sjö­unda inn­sigli Bergmans líkt og Wal­ker gerði á fjórðu plöt­unni. Hann var und­ir mikl­um áhrif­um frá franska söngvaskáld­inu Jacqu­es Brel og inni­héldu plöt­urn­ar gjarn­an út­gáf­ur af lög­um Frakk­ans. 

Fjöl­marg­ir hafa talað um Wal­ker sem mik­inn áhrifa­vald og Thom Yor­ke vottaði hon­um virðingu sína á Twitter í morg­un og sagði Wal­ker hafa haft mik­il áhrif á Radi­ohead í gegn­um tíðina.

Eft­ir mikla vel­gengni og fram­leiðslu í kring­um 1970 fölnaði frægð Wal­kers og Wal­ker-bræður komu sam­an um stutta stund á átt­unda ára­tugn­um. Ein plata kom út á ní­unda ára­tugn­um en árið 1995 sneri hann aft­ur með Tilt. Dökkt, mini­malískt og framúr­stefnu­legt verk sem á lítið sam­eig­in­leggt með six­tís barokk-popp­inu þótt al­vöru­gefið hafi verið. Eft­ir fylgdu plöt­urn­ar The Drift og Bish Bosch en á þess­um tíma­punkti var Wal­ker þó löngu kom­inn í dýr­linga­tölu hjá tón­list­ar­unn­end­um. Hann dró sig úr sviðsljós­inu og varð sí­fellt hlé­dræg­ari. Frá­bær heim­ilda­mynd var gerð um hann árið 2006 sem heit­ir 30 Cent­ury Man eft­ir sam­nefndu lagi meist­ar­ans. Þar er farið í gegn­um fer­il hans og rætt við fólk eins og Dav­id Bowie, Bri­an Eno og Jarvis Cocker um Wal­ker.  

 

 

mbl.is