Byrjaði með hvelli

Áhöfnin á Hólma ÞH nýkomin í land með um 200 …
Áhöfnin á Hólma ÞH nýkomin í land með um 200 kíló af grásleppu úr fyrstu trossunum sem hún dró á vertíðinni, frá vinstri: Ólafur A. Sigurðsson, Kristbjörn Hallgrímsson og Halldór Stefánsson. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Grásleppuvertíðin hófst með hvelli en fyrsti dagur vertíðar var miðvikudagurinn 20. mars. Veður var skaplegt þann dag svo Halldór Stefánsson á Hólma ÞH fór fyrstur grásleppukarla á Þórshöfn og lagði allar trossur. Á föstudag skall óveðrið á en foráttubrim og mikil kvika var einnig á laugardag og ekkert sjóveður.

Á sunnudag gaf loks á sjó og dró áhöfnin á Hólma þá fyrstu sjö trossurnar á vertíðinni og fékk þar um 200 kg af grásleppu. „Það er ekki mikið að hafa í svona brimi,“ sagði Halldór. Hann sagði að netin hefðu sloppið furðanlega vel miðað við hafrótið undanfarna daga. „Ég var búinn undir slæma útreið á netunum og hef séð það verra en þetta,“ sagði Halldór. Hann leggur aflann upp hjá Ísfélaginu á Þórshöfn.

Verðið nokkru hærra

Grásleppuverð í ár er nokkru hærra en í fyrra, um 260-270 krónur á kíló, segja fyrstu tölur, og ætti vertíðin að verða þokkaleg ef gæftir verða á þessu veiðitímabili. Líklega munu fjórir bátar gera út frá Þórshöfn á grásleppu þetta vorið.

Hafrannsóknastofnun og BioPol ehf. á Skagaströnd hafa um langt árabil átt í samstarfi varðandi merkingar á hrognkelsum. Árið 2018 voru annars vegar um 200 fiskar merktir á hefðbundinni veiðislóð á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungfiskar í alþjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: