Byrjaði með hvelli

Áhöfnin á Hólma ÞH nýkomin í land með um 200 …
Áhöfnin á Hólma ÞH nýkomin í land með um 200 kíló af grásleppu úr fyrstu trossunum sem hún dró á vertíðinni, frá vinstri: Ólafur A. Sigurðsson, Kristbjörn Hallgrímsson og Halldór Stefánsson. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Grá­sleppu­vertíðin hófst með hvelli en fyrsti dag­ur vertíðar var miðviku­dag­ur­inn 20. mars. Veður var skap­legt þann dag svo Hall­dór Stef­áns­son á Hólma ÞH fór fyrst­ur grá­sleppu­karla á Þórs­höfn og lagði all­ar tross­ur. Á föstu­dag skall óveðrið á en foráttu­brim og mik­il kvika var einnig á laug­ar­dag og ekk­ert sjó­veður.

Á sunnu­dag gaf loks á sjó og dró áhöfn­in á Hólma þá fyrstu sjö tross­urn­ar á vertíðinni og fékk þar um 200 kg af grá­sleppu. „Það er ekki mikið að hafa í svona brimi,“ sagði Hall­dór. Hann sagði að net­in hefðu sloppið furðan­lega vel miðað við haf­rótið und­an­farna daga. „Ég var bú­inn und­ir slæma út­reið á net­un­um og hef séð það verra en þetta,“ sagði Hall­dór. Hann legg­ur afl­ann upp hjá Ísfé­lag­inu á Þórs­höfn.

Verðið nokkru hærra

Grá­sleppu­verð í ár er nokkru hærra en í fyrra, um 260-270 krón­ur á kíló, segja fyrstu töl­ur, og ætti vertíðin að verða þokka­leg ef gæft­ir verða á þessu veiðitíma­bili. Lík­lega munu fjór­ir bát­ar gera út frá Þórs­höfn á grá­sleppu þetta vorið.

Haf­rann­sókna­stofn­un og Bi­oPol ehf. á Skaga­strönd hafa um langt ára­bil átt í sam­starfi varðandi merk­ing­ar á hrogn­kels­um. Árið 2018 voru ann­ars veg­ar um 200 fisk­ar merkt­ir á hefðbund­inni veiðislóð á Húna­flóa og hins veg­ar um 290 ung­fisk­ar í alþjóðleg­um mak­ríl­leiðangri norður og suður af Íslandi og við aust­ur­strönd Græn­lands.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: