Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá fertugri konu.
Sæl og blessuð.
Ég er 40 ára kona sem er búin með barneignir. Geirvartan öðru megin hefur alltaf verið sérkennileg, ég gat ekki notað hana við brjóstagjöf. Það er eins og hún sé flöt alveg eða líflaus. Mig langar að spyrja hvort hægt sé að laga svona. Ef ég færi í brjóstalyftingu væri hægt að gera hana „eðlilega“ í leiðinni?
Kærar þakkir
S
Sæl og takk fyrir spurninguna,
Það er alveg möguleiki að hjálpa þér með þetta vandamál. Fyrst og fremst þarf að skoða þig og leita skýringa á því. Það gæti verið einfaldast að sprauta sk. fylliefni (hyaluronic-sýru) undir geirvörtuna til þess að ná meira samræmi hjá þér á milli geirvartna. Það kæmi ekki til greina ef þú ættir eftir að hafa barn á brjósti. Aðrir möguleikar (aðgerð) koma vissulega til greina.
Með bestu kveðjum og gangi þér vel,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.