Hefur eftirlitsmaður áhrif á afla?

Grásleppu landað.
Grásleppu landað. mbl.is/Sigurður Ægisson

Dæmi eru um að verulegur munur hafi verið á aflasamsetningu í róðrum grásleppubáta efir því hvort veiðieftirmaður var um borð eða ekki.

Fiskistofa hyggst birta reglulega upplýsingar um aflasamsetningu á hinum ýmsu tegundum veiða eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki.

Ákveðið hefur verið að byrja með því að birta upplýsingar um aflasamsetningu í grásleppuveiði á síðasta ári. Stofnunin mun framvegis birta samantektir af grásleppuveiðum reglulega og má þá búast við að gefið verði upp hvaða báta er um að ræða í hverju tilfelli.

Á heimasíðu Fiskistofu má sjá nafnlaus dæmi og í einu tilviki kom enginn þorskur á land úr grásleppuróðrum 21. og 22. mars í fyrra. Í næsta túr á eftir, 24. mars, komu rúmlega tvö tonn af þorski á land, en þá var veiðieftirlitsmaður um borð. Dagana á eftir var landaður þorskur 1,3 tonn og síðan 144 kíló. Þessa fimm daga var grásleppuaflinn frá 662 kílóum og upp í rúmlega tvö tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: