Hefur eftirlitsmaður áhrif á afla?

Grásleppu landað.
Grásleppu landað. mbl.is/Sigurður Ægisson

Dæmi eru um að veru­leg­ur mun­ur hafi verið á afla­sam­setn­ingu í róðrum grá­sleppu­báta efir því hvort veiðieft­irmaður var um borð eða ekki.

Fiski­stofa hyggst birta reglu­lega upp­lýs­ing­ar um afla­sam­setn­ingu á hinum ýmsu teg­und­um veiða eft­ir því hvort eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar voru með í för eða ekki.

Ákveðið hef­ur verið að byrja með því að birta upp­lýs­ing­ar um afla­sam­setn­ingu í grá­sleppu­veiði á síðasta ári. Stofn­un­in mun fram­veg­is birta sam­an­tekt­ir af grá­sleppu­veiðum reglu­lega og má þá bú­ast við að gefið verði upp hvaða báta er um að ræða í hverju til­felli.

Á heimasíðu Fiski­stofu má sjá nafn­laus dæmi og í einu til­viki kom eng­inn þorsk­ur á land úr grá­sleppuróðrum 21. og 22. mars í fyrra. Í næsta túr á eft­ir, 24. mars, komu rúm­lega tvö tonn af þorski á land, en þá var veiðieft­ir­litsmaður um borð. Dag­ana á eft­ir var landaður þorsk­ur 1,3 tonn og síðan 144 kíló. Þessa fimm daga var grá­sleppu­afl­inn frá 662 kíló­um og upp í rúm­lega tvö tonn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: