„Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi

Baldvin Þorsteinsson vonaðist eftir afsökunarbeiðni frá seðlabankanum í morgun.
Baldvin Þorsteinsson vonaðist eftir afsökunarbeiðni frá seðlabankanum í morgun.

„Í morg­un komst ég óheppi­lega að orði við seðlabanka­stjóra í hita leiks­ins í húsa­kynn­um Alþing­is. Orðaval mitt var ekki sæm­andi og hefði ég gjarn­an kosið að hafa valið kurt­eis­legri orð.“ Þannig hefst til­kynn­ing Bald­vins Þor­steins­son­ar, son­ar Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, sem hann sendi starfs­fólki Sam­herja.

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri kom í morg­un á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, þar sem fjallað var um lög um gjald­eyr­is­mál og stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands við fram­kvæmd gjald­eyr­is­eft­ir­lits, og voru Þor­steinn Már og Bald­vin meðal áheyr­enda á fund­in­um.

Að fundi lokn­um hugðist seðlabanka­stjóri, taka í hönd­ina á Þor­steini Má, en Bald­vin gekk á milli. „Hafðu smá sóma­kennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Bald­vin við Má.

Í bréf­inu sem Bald­vin sendi starfs­fólki Sam­herja seg­ir hann að fyr­ir­tækið hafi í sjö ár setið und­ir ásök­un­um seðlabank­ans og eng­in stoð hafi verið fyr­ir þeim ásök­un­um. Málið hafi óneit­an­lega tekið á alla.

„Þegar við héld­um að loks væri runn­in upp sú stund að af­sök­un­ar­beiðni kæmi frá seðlabank­an­um var enn haldið áfram að rétt­læta aðfar­irn­ar. Við þær aðstæður fannst mér óviðeig­andi að seðlabanka­stjóri nálgaðist föður minn kump­án­lega og bað ég banka­stjór­ann um að láta það ógert. Orðalagið við það til­efni gekk of langt. Mér þykir það leitt og vona að Alþingi og þið liðsfé­lag­ar mín­ir virðið mér þetta til vorkunn­ar,“ skrif­ar Bald­vin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina