Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings hófst klukkan 9 þar sem Samherja-málið svokallaða er til umræðu. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni á mbl.is.
Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, mætti fyrstur til fundarins. Klukkan 10:00 mætir Már Guðmundsson seðlabankastjóri ásamt Rannveigu Júníusdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, til fundar við nefndina.
Á fundinum verður fjallað um lög um gjaldeyrismál og stjórnsýslu Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.