Skilaboð um heimildir misvísandi

Már Guðmundsson hefur gegnt stöðu seðlabankastjóra í næstum áratug.
Már Guðmundsson hefur gegnt stöðu seðlabankastjóra í næstum áratug. mbl.is/Árni Sæberg

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri seg­ir að skila­boðin sem Seðlabanki Íslands fékk í tengsl­um við refsi­heim­ild­ir sum­arið 2014 hafi stang­ast á í ein­hverj­um mál­um og að bank­inn hafi verið í sam­skipt­um við önn­ur stjórn- og ákæru­völd í kjöl­far af­stöðu rík­is­sak­sókn­ara frá 20. maí 2014 þess að ekki væru laga­heim­ild­ir fyr­ir Seðlabank­ann til þess að beita refsiaðgerðum.

Már sit­ur nú fyr­ir svör­um á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

Fyrstu viðbrögð SÍ hefðu verið að kanna hvort til­efni þætti til að fella niður öll mál. Lög­fræðiálits hafi verið leitað, og niðurstaðan hafi verið að bank­an­um væri heim­ilt að leggja á sekt­ir, en sam­skipti bank­ans við sér­stak­an sak­sókn­ara hefðu vegið þyngst.

Þau sam­skipti hafi gefið til kynna, án nokk­urs vafa, að skiln­ing­ur embætt­is­ins væri sá að afstaða rík­is­sak­sókn­ara hafi ekki varðað all­ar regl­ur um gjald­eyr­is­mál, held­ur ein­ung­is þær sem skorti form­legt samþykki ráðherra. Þá hafi fram­kvæmd sér­staks sak­sókn­ara í þess­um mál­um staðfest skiln­ing SÍ: brot­um gegn regl­um sem skorti samþykki var vísað frá, en meint brot á öðrum regl­um var vísað til Seðlabank­ans til um­fjöll­un­ar.

Þá seg­ir Már bank­ann ekki hafa látið þar við sitja, held­ur látið reyna á staðfest­ingu rík­is­sak­sókn­ara með því að kæra end­ur­send­ingu sér­staks sak­sókn­ara til Seðlabank­ans. 

Með af­stöðu frá 31. ág­úst 2014 hafi rík­is­sak­sókn­ari staðfest meðferð sér­staks sak­sókn­ara og leiðbeint Seðlabank­an­um um að hann gæti kært brot gegn öðrum regl­um sem hlotið höfðu form­legt samþykki ráðherra og með því staðfest að afstaðan frá 20. maí 2014 ættu ein­ung­is við um þær regl­ur sem skorti form­legt samþykki.

Frá þeim tíma hafi Seðlabank­inn fellt niður þau mál sem skorti form­legt samþykki.

Í ljósi álits umboðsmanns Alþing­is frá janú­ar 2019 hafi SÍ óskað eft­ir skýr­ing­um rík­is­sak­sókn­ara á áliti hans frá 20. maí 2014. Svar hafi borist 19. fe­brú­ar þar sem fram komi að niðurstaðan sé sú að regl­ur um gjald­eyr­is­mál hafi ekki haft nægi­lega trygga laga­stoð svo byggja mætti á þeim refs­ingu.

Már sagði að óneit­an­lega hefði bank­inn kosið að slík­ar niður­stöður hefðu legið fyr­ir fyrr.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is