Vonar að menn séu reiðubúnir að semja

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er ósammála seðlabankastjóra um að …
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er ósammála seðlabankastjóra um að skilaboð um heimildir hafi verið misvísandi. mbl.is/​Hari

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, er ekki sátt­ur við skýr­ing­ar Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra í tengsl­um við Sam­herja­málið svo nefnda. Hann seg­ir líka skilj­an­legt að mönn­um geti orðið heitt í hamsi eft­ir að hlýða á Má, en uppá­koma varð þegar Bald­vin Þor­steins­son, son­ur hans, sagði seðlabanka­stjóra að „drulla sér í burtu“. Ólíkt Má kunni þeir feðgar þó að biðjast af­sök­un­ar.

„Það er kannski mun­ur­inn á mér og syni mín­um og svo Má að ef við göng­um of langt að þá biðjumst við af­sök­un­ar. Það ger­ir Már Guðmunds­son aldrei,“ seg­ir Þor­steinn Már í sam­tali við mbl.is.

Seðlabanka­stjóri kom í morg­un á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, þar sem fjallað var um lög um gjald­eyr­is­mál og stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands við fram­kvæmd gjald­eyr­is­eft­ir­lits, og voru Þor­steinn Már og son­ur hans meðal áheyr­enda á fund­in­um.  Að fundi lokn­um hugðist seðlabanka­stjóri, taka í hönd­ina á Þor­steini Má, en son­ur­inn gekk á milli. „Hafðu smá sóma­kennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Bald­vin við Má.

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk þá á milli.„Ég geri ráð fyr­ir að ef mönn­um fannst Bald­vin ganga of langt, þá er ég viss um að hann mun biðjast af­sök­un­ar á því. Ég átti ekki neitt van­talað við Má. Það var hann sem  reyndi að nálg­ast mig og þetta voru viðbrögð Bald­vins,“ seg­ir Þor­steinn Már, sem var ekki sátt­ur við út­skýr­ing­ar seðlabanka­stjóra á fundi nefnd­ar­inn­ar.

Klipp­ir og lím­ir eins og hon­um pass­ar

„Eins og svo oft áður þá eru þær [full­yrðing­arn­ar] rang­ar. Hann bara klipp­ir og lím­ir eins og maður seg­ir og tek­ur það sem pass­ar hon­um,“ seg­ir Þor­steinn Már. Nefn­ir hann sem dæmi að Seðlabanka­stjóri hafi nefnt að hann hafi fengið lög­fræðiálit árið 2012 á heim­ild til að sekta ein­stak­linga og fyr­ir­tæki, en látið hjá líða að fram hafi komið í áliti lög­manns­ins  sem vann það að ósenni­legt væri að Seðlabank­inn myndi vinna slík mál fyr­ir dóm­stól­um. Þá sé álit rík­is­sak­sókn­ara frá 2014 mjög skýrt og ekk­ert nýtt komi fram í áliti rík­is­sak­sókn­ara sem seðlabanka­stjóri beini nú at­hygl­inni að. „Það álit seg­ir ein­fald­lega að lesa eigi álitið frá 2014,“ seg­ir Þor­steinn Már.

Sama gildi um dóm Hæsta­rétt­ar frá 2018. „Hann er bara sex orð og seg­ir að niðurstaða héraðsdóms sé staðfest. Þann dóm hafi Már sagt vera um­deild­an og ekki rök­studd­an þótt Seðlabank­inn hafi ekki  leitað ut­anaðkom­andi álits á því hvort áfrýja bæri mál­inu til Hæsta­rétt­ar. „Þau tóku þá ákvörðun inn­an­dyra og það sýn­ir bara þetta ferli. Það er alltaf haldið áfram,“ seg­ir hann. „Þau vita að sjálf­sögðu að það er bæði verið að skaða fólk og verið að gera til­raun­ir, sem þeim finnst al­veg sjálfsagt að gera — að fara áfram með mál til að at­huga hvað dóm­stól­ar gera. Þetta snýst um fólk og það hef­ur verið þung­bært fyr­ir marga að sitja und­ir þess­um ásök­un­um.“

Fjall­ar að sjálf­sögðu um Sam­herja­málið

Þor­steinn Már seg­ist því ekki sam­mála Má, sem sagði á fund­in­um í dag skila­boð um heim­ild­ir hafa verið mis­vís­andi. „Þær hafa verið skýr­ar all­an tím­ann,“ seg­ir hann og kveður þau orð Rann­veig­ar Jún­íus­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans, að álit umboðsmanns Alþing­is fjalli ekki um Sam­herja­málið vera dæmi­gert fyr­ir hvernig verið sé að reyna að villa um fyr­ir mönn­um „Að sjálf­sögðu fjall­ar það um Sam­herja­málið,“ seg­ir hann.

Spurður hvort hann telji mál­inu lokið seg­ir Þor­steinn Már ljóst að formaður bankaráðs Seðlabank­ans telji því ekki lokið, þó að seðlabanka­stjóri virðist á öðru máli. „Már seg­ir mál­inu lokið núna. Hann er bú­inn að vera að tjá sig um það árum sam­an og svo núna ætl­ar hann allt í einu ekki að tjá sig,“ seg­ir hann og kveður Má hafa brotið alla hefðbundna stjórn­sýslu til að mynda með því að gefa alltaf sekt til kynna.

„Núna seg­ir hann allt í einu mál­inu lokið og ætl­ar ekki að biðjast af­sök­un­ar,“ seg­ir Þor­steinn Már. Orð Gylfa Magnús­son­ar, for­manns bankaráðs Seðlabank­ans, bendi hins veg­ar til að bankaráð sé á ann­arri skoðun. „Hann vill að bankaráð hafi for­göngu um að reyna að ljúka þessu máli og það er von mín að það sé líka vilji for­sæt­is­ráðherra,“ seg­ir hann.

Kæra ef mál­inu verður ekki lokið

Sjálf­ur kveðst Þor­steinn Már von­ast til að mál­inu fari að ljúka. „Ef það verður hins veg­ar ekki gert af hálfu bankaráðs  og það tafið með lög­fræðiálits­gerðum sem Már mun reyna að láta taka lang­an tíma þá er ljóst að við för­um áfram með málið.“ Seg­ir hann Sam­herja þá munu leita rétt­ar síns. „Þá mun­um við jafn­framt kæra ein­stak­ling­ana sem stóðu fyr­ir ólög­legri hús­leit og hafa verið að bera rang­ar sak­argift­ir, hvort sem er á mig eða aðra. Hafa ber í huga að það er gert með það í huga að koma mér og fleir­um í fang­elsi,“ seg­ir Þor­steinn Már og kveðst þar vísa til þeirra Más, Rann­veig­ar og Sig­ríðar Loga­dótt­ur, aðallög­fræðings Seðlabank­ans.  

Um­fang tjóns­ins, sem sé þrískipt, verði hins veg­ar aldrei full­bætt. Þar sé um að ræða það tjón sem  búið sé að valda þeim ein­stak­ling­um sem hafa verið ásakaðir á rang­an hátt bæði beint og óbeint. „Það tjón verður aldrei bætt,“ seg­ir hann. „Viðskipta­vild verður held­ur aldrei bætt, né held­ur þau tæki­færi sem fyr­ir­tækið missti af vegna þess að þetta var gert með það fyr­ir aug­um að skaða sem mest og það tókst,“ seg­ir Þor­steinn Már og minn­ir á að hús­leit­in hafi verið gerði í beinni út­send­ingu og frétta­til­kynn­ing­ar í kjöl­farið send­ar út um all­an heim.

„Síðan er það annað fjár­hags­legt tjón og það er útlagður kostnaður.“ Vís­ar Þor­steinn Már þar til lög­fræðikostnaðar Sam­herja vegna máls­ins. Fram hafi komið í máli Gylfa að bank­inn hafi eytt í gíf­ur­leg­um fjár­mun­um í Sam­herja­málið og at­hygli veki að Seðlabank­inn sé eina stofn­un­in inn­an stjórn­kerf­is­ins  sem kom­ist upp með að gefa ekki kostnaðartöl­urn­ar. „Ég get þó trúað að þær verði birt­ar ein­hvern tím­ann þegar Már er far­inn úr húsi,“ seg­ir hann og kveðst nú horfa bara til þess að menn séu reiðubún­ir að setj­ast niður og reyna að semja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina