Ljós slökkt á þekktum byggingum

Jarðarstundin á að vekja fólk til umhugsunar um orkunotkun og …
Jarðarstundin á að vekja fólk til umhugsunar um orkunotkun og hættu sem steðjar að vistkerfum heimsins. Af vef WWF

Ljós verða slökkt í mörg­um þekkt­ustu bygg­ing­um heims á morg­un til að vekja fólk til meðvit­und­ar um orku­notk­un og ógn­ir er steðja að líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika á jörðinni.

Þetta er í þrett­ánda sinn sem svo­kölluð Jarðar­stund (e. Earth Hour) er hald­in að und­ir­lagi nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna World Wild­li­fe Fund, WWF. Í ár verða 24 kenni­leiti myrkvuð í klukku­tíma í senn. „Við erum fyrsta kyn­slóð mann­kyns sem veit að hún er að eyðileggja jörðina. Og við gæt­um verið sú síðasta sem get­ur eitt­hvað gert í mál­inu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu WWF. „Við höf­um lausn­ina, við þurf­um bara að láta radd­ir okk­ar heyr­ast.“

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki um heim all­an segj­ast ætla að taka þátt í vit­und­ar­vakn­ing­unni á morg­un og slökkva ljós­in í bygg­ing­um sín­um.

WWF gaf út rann­sókn­ar­skýrslu í októ­ber þar sem fram kom að um 60% allra dýra sem hafa hryggj­ar­stykki, þ.e. fisk­ar, fugl­ar, frosk­dýr, skriðdýr og spen­dýr, hafa þurrk­ast út af manna­völd­um frá ár­inu 1970. 

Eif­fel-turn­inn í Par­ís, Empire State-bygg­ing­in í New York, akrópól­is, há­borg Aþenu og óperu­húsið í Syd­ney eru meðal kenni­leita sem verða myrkvuð á morg­un.

Í fyrra tóku yfir 7.000 bæir og borg­ir í 187 lönd­um þátt í vit­und­ar­vakn­ing­unni.

mbl.is