Ráðleggja minni veiðar á grásleppu

Grásleppunetin gerð klár.
Grásleppunetin gerð klár. mbl.is/ÞÖK

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að heild­arafla­mark í grá­sleppu á þessu fisk­veiðiári fari ekki yfir 4.805 tonn. Í byrj­un apríl í fyrra lagði stofn­un­in til að grá­sleppu­afli á fisk­veiðiár­inu 2017/​18 færi ekki yfir 5.487 tonn. Veiði vertíðar­inn­ar endaði í um 4.487 tonn­um.

Grá­sleppu­veiðum er stýrt með sókn­ar­tak­mörk­un­um. Árin 2011 og 2012 voru veiðar leyfðar í 50 sam­fellda daga, 32 daga árin 2013–2016 en dag­arn­ir voru 46 og 44 árin 2017 og 2018. Fjöldi báta sem taka þátt í veiðunum er breyti­leg­ur frá ári til árs, m.a. vegna aðstæðna á mörkuðum grá­sleppu­hrogna, og hef­ur það áhrif á heild­arafla, seg­ir á heimasíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Árin 2005-2018 var fjöldi báta á grá­sleppu­veiðum 144-369 á ári. Árið 2018 tóku 219 bát­ar þátt í þess­um veiðum og fækkaði um 24 báta frá ár­inu á und­an.

Að því gefnu að veiðum verði stýrt með sama fyr­ir­komu­lagi og verið hef­ur legg­ur Haf­rann­sókna­stofn­un til að út­gef­inn daga­fjöldi taki mið af fjölda báta sem munu taka þátt í veiðunum. Jafn­framt legg­ur stofn­un­in til að auk­in áhersla verði lögð á skrán­ingu meðafla og eft­ir­lit með brott­kasti við grá­sleppu­veiðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: