Einstök aðlögun Tasmaníudjöflanna

00:00
00:00

Ótt­ast er að smit­andi krabba­mein gæti út­rýmt Tasman­íu­djöfl­um en nú hef­ur von­in kviknað á ný fyr­ir þess­ar litlu og ein­stöku kjötæt­ur sem virðast hafa aðlag­ast breytt­um aðstæðum á met­hraða. 

Þróun dýra­teg­unda er yf­ir­leitt mæld í þúsund­um ára en í snar­brött­um fjöll­um Norður-Tasman­íu eiga slík­ar breyt­ing­ar sér stað nán­ast í raun­tíma. 

Þrír ára­tug­ir eru liðnir frá því að hið ban­væna og smit­andi krabba­mein greind­ist fyrst í stofni Tasman­íu­djöfl­anna. Og nú sjá sér­fræðing­ar meiri­hátt­ar breyt­ing­ar hjá um 15% þeirra dýra sem hafa lifað far­ald­ur­inn af.

Krabba­meinið smit­ast er sýkt dýr bít­ur annað dýr, oft­ast er þau eru að mak­ast eða slást. Tasman­íu­djöfl­ar eru nú aðeins um 15-18 þúsund tals­ins. Þeir virðast hafa snúið vörn í sókn og það lít­ur út fyr­ir að ónæmis­kerfi þeirra hafi tekið stökk­breyt­ing­um á skömm­um tíma. 

Sjúk­dóm­ur­inn var nán­ast alltaf ban­vænn en mót­efni hef­ur nú fund­ist í sýkt­um dýr­um og í fyrsta sinn hafa á þriðja tug þeirra fengið sjúk­dóm­inn en lifað hann af. „Við höf­um einnig séð nokk­ur dýr sem hafa fengið æxli en læknað sig sjálf,“ seg­ir Rodrigo Hamede hjá Há­skól­an­um í Tasman­íu.

Breytt hegðun

Sér­fræðing­ar sem vinna náið með dýr­in segj­ast líka hafa tekið eft­ir hegðun­ar­breyt­ing­um í þeirra hópi. Það hafi einnig hjálpað til við að viðhalda stofn­in­um.

Chris Coup­land, hjá sam­tök­um sem sjá um at­hvarf fyr­ir Tasman­íu­djöfla, seg­ir að þeim hafi fækkað hratt og að út­rým­ing hafi blasað við. Sú hætta sé enn fyr­ir hendi. Hins veg­ar bendi ým­is­legt til þess að framtíð þess­ara sér­kenni­legu poka­dýra sé bjart­ari. Hann seg­ir hegðun­ar­breyt­ing­ar sem hann hafi tekið eft­ir m.a. fel­ast í því að karldýr­in maki sig yngri en áður og að fengi­tími kven­dýr­anna sé nú tvisvar á ári í stað einu sinni áður.

Hann tel­ur að þetta megi rekja til þess að dýr­in eru færri og hafi því rýmra búsvæði. Þannig séu átök um búsvæði og kven­dýr sjald­gæfari og gefi þannig dýr­un­um meiri tíma til að mak­ast. 

Talið er að ef dýr­un­um fækki meira, fari und­ir 10 þúsund, þurfi að fara að rækta þau til að viðhalda teg­und­inni. Erfðaefni úr mörg­um þeirra hef­ur því verið safnað ef allt fer á versta veg.

Tasman­íu­djöfl­ar eru enn á lista yfir dýr í mik­illi út­rým­ing­ar­hættu. Þeim var út­rýmt á meg­in­landi Ástr­al­íu á sín­um tíma og sömu sögu er að segja af ör­lög­um Tasman­íu­tíg­urs­ins á síðustu öld. 

mbl.is