„Hann virðist hafa fundið loðnuna“

00:00
00:00

„Hún hef­ur nú aðeins verið að glæðast síðustu daga. En það er bara svo mik­ill þorsk­ur í þessu. Við vor­um með ein­hver fjög­ur tonn í gær af þorski og grá­sleppu, um það bil tvö tonn af hvoru,“ seg­ir Arnþór Her­manns­son, skip­stjóri á Sæþóri EA, um grá­sleppu­vertíðina sem hófst 20. mars.

Spurður hvort meira sé um þorsk í upp­hafi vertíðar en tíðkast hef­ur und­an­far­in ár seg­ir Arnþór að erfitt sé að svara því, þar sem hann hafi jafn­an byrjað seinna á grá­sleppu­veiðum.

„Þá höf­um við sloppið við þorskinn að mestu, svona mánuði eft­ir upp­haf vertíðar. Við þekkj­um þenn­an tíma ekki svo mikið, en jú það hef­ur oft verið hell­ing­ur af þorski á þess­um tíma.“

Arnþór seg­ist verða var við mikla loðnu í þorsk­in­um.

„Svo að hann virðist hafa fundið loðnuna,“ bæt­ir hann við.

„Held hún verði frek­ar döp­ur“

„Mér finnst þetta vera frek­ar lé­leg byrj­un miðað við oft áður, hérna í Eyjaf­irðinum,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þannig sé staðan allt frá Sigluf­irði og aust­ur til Flat­eyj­ar á Skjálf­anda.

„Þetta er ekki eins og oft hef­ur verið. En svo hef­ur maður ekki heyrt frá Kópa­skeri og Húsa­vík. Þar er vertíðin kannski rétt að byrja, enda búin að vera bræla og leiðindatíð.“

Arnþór seg­ist ekki bjart­sýnn á vertíðina. „Ég held hún verði frek­ar döp­ur. Manni finnst að þetta hefði ann­ars átt að byrja með meiri lát­um. En það er aldrei að vita.“

Mynd­skeiðið hér að ofan sýn­ir frá netaróðri um borð í Sæþóri í síðasta mánuði.

mbl.is