Heimildarmynd um áhrif fiskeldis

Um 150 opnar sjókvíar eru við ósa árinnar Alta í …
Um 150 opnar sjókvíar eru við ósa árinnar Alta í Noregi. Áin er þekkt fyrir sinn stóra atlantshafslax.

Evr­ópu­frum­sýn­ing á heim­ild­ar­mynd­inni Artif­is­hal verður í Ing­ólfs­skála í Ölfusi 10. apríl. Mynd­in, sem fram­leidd er af stofn­anda úti­vistarfatafram­leiðand­ans Patagoniu, Yvon Chouin­ard, bein­ir sjón­um að skaðleg­um áhrif­um klak­stöðva og op­ins fisk­eld­is á villta fiski­stofna, ár og um­hverfi.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að kynn­ing­ar­her­ferð Patagoniu í Evr­ópu taki sér­stak­lega til lax­eld­is við strend­ur Íslands, Nor­egs, Skot­lands og Írlands með ákalli til al­menn­ings um að skrifa und­ir áskor­un til rík­is­stjórna um að banna lax­eldi í opn­um kví­um.

Sjókvíar í Alta í Noregi.
Sjókví­ar í Alta í Nor­egi.

Í kjöl­far frum­sýn­ing­ar mynd­ar­inn­ar hér verður hún sýnd víða um heim. „Mynd­in svipt­ir hul­unni af þeirri dýr­keyptu rang­hug­mynd að bæta megi fyr­ir eyðilegg­ingu vist­kerfa með hönnuðum tækni­lausn­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu. Rak­in eru áhrif klak­stöðva og op­inna eld­is­stöðva, „iðnaðar sem haml­ar viðgangi villtra fiski­stofna, meng­ar ár og eyk­ur vanda sem hann þyk­ist leysa“.

Artif­is­hal er sögð varpa ljósi á þreng­ing­ar villtra fiski­stofna af völd­um klak- og eld­is­stöðva. Í mynd­inni eru sýnd­ar klak­stöðvar í Kali­forn­íu, Washingt­on, Or­egon og Ida­ho í Banda­ríkj­un­um, auk þess sem sýnd­ar eru aðstæður í eld­is­stöðvum og und­ir­máls­lax sem þar er fram­leidd­ur í miklu magni. Í henni eru einnig sýnd­ar Í neðan­sjáv­ar­upp­tök­ur í firði nærri Alta í Nor­egi þar sem af­leiðing­ar eld­is­ins blasa við.

„Maður­inn hef­ur alltaf talið sig æðri nátt­úr­unni og það hef­ur komið okk­ur í mik­il vand­ræði,“ er haft eft­ir Yvon Chouin­ard, stofn­anda Patagoniu, í frétta­til­kynn­ingu. „ Við þykj­umst geta stýrt nátt­úr­unni, en get­um það ekki. Ef við met­um villt­an lax ein­hvers þarf strax að grípa til aðgerða. Lífið er fá­tæk­legra án óspilltr­ar nátt­úru og þess­ara merku teg­unda. Glöt­um við öll­um villt­um teg­und­um glöt­um við okk­ur sjálf­um.“

Meiri­hluta lax­eld­is­stöðva í Evr­ópu er að finna í Nor­egi og Skotlandi, og segja aðstand­end­ur mynd­ar­inn­ar að þar hafi þær stórskaðað líf­ríki við strend­ur. Bent er á að fyr­ir­huguð sé mik­il upp­bygg­ing frek­ara eld­is í fjörðum Íslands, Nor­egs, Skot­lands og Írlands.

Sænski blaðamaðurinn Mikael Frödin, smeygir sér ofan í norska sjókví …
Sænski blaðamaður­inn Mika­el Fröd­in, smeyg­ir sér ofan í norska sjókví til að mynda aðstæður.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að Patagonia legg­ist á árar með frjáls­um fé­laga­sam­tök­um sem berj­ast fyr­ir málstaðnum á hverj­um stað, Vernd­ar­sjóði villtra laxa­stofna á Íslandi, Salmon and Trout Conservati­on Scot­land og Salmon Watch Ire­land

Hér má finna frek­ari upp­lýs­ing­ar um sýn­ing­ar Artif­is­hal, her­ferðina og und­ir­skrifta­safn­an­ir.

Face­book-síða Evr­ópu­frum­sýn­ing­ar­inn­ar í Ölfusi.

Patagonia, sem fram­leiðir úti­vistarfatnað, var stofnað árið 1973 af Yvon Chouin­ard. Höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Ventura í Kali­forn­íu. Fyr­ir­tækið er með sam­fé­lags­ábyrgðar­vott­un og hef­ur til þessa veitt yfir 100 millj­ón­um dala í styrki og gjaf­ir í þágu um­hverf­is­vernd­ar.

mbl.is