Hertha í Berlín er ísbjarnarhúnn

Hertha þótti sýna lipra takta með fótboltann í dag.
Hertha þótti sýna lipra takta með fótboltann í dag. AFP

Nýj­asta aðdrátt­ar­afl Tierpark-dýrag­arðsins í Berlín er ís­bjarn­ar­húnn og í dag var til­kynnt að hún myndi fá nafnið Hertha – í höfuðið á knatt­spyrnuliðinu Herthu Berlín, sem leik­ur í Bundeslig­unni.

Hertha fædd­ist á fyrsta degi des­em­ber­mánaðar í Tierpark-dýrag­arðinum, en hún er af­kom­andi Knúts, sem var eitt aðalaðdrátt­ar­afl Berlín­ar-dýrag­arðsins, þar til Knút­ur drapst skyndi­lega árið 2011.

Nafn­gift ís­bjarn­ar­húns­ins hafði verið beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu, en eft­ir að Herthu-nafnið var op­in­berað birti knatt­spyrnu­fé­lagið fljótt pla­köt, þar sem var áletrað: „Í Berlín get­ur þú verið allt. Jafn­vel ís­bjarn­ar­húnn sem heit­ir Hertha.“

Hertha Berlín er með lukku­dýr sem er einnig björn, þó skóg­ar­björn, og heit­ir það Hert­hinho. Í morg­un birti fé­lagið mynd­band á Twitter-síðu sinni þar sem Hert­hinho ferðast frá Ólymp­íu­leik­vang­in­um og fær­ir Herthu litlu gjöf í dýrag­arðinum.

Fram kem­ur í frétt AFP um nafn­gift­ina að það kosti um það bil 1.000 evr­ur að ger­ast stuðningsaðili stórs dýrag­arðsdýrs í eitt ár og má gera ráð fyr­ir því að Hertha Berlín hafi greitt að minnsta kosti þá upp­hæð til þess að tryggja sér nafn­gift dýrs­ins.

Hertha, þá ónefnd, kom fyrst fyr­ir sjón­ir al­menn­ings í síðasta mánuði með móður sinni Tonju, en þá þótti óhætt að sýna hún­inn, enda var hún þá búin að lifa af fyrstu þrjá mánuðina og orðin nokkuð stálpuð.

Það þykir góður áfangi enda er al­gengt að ís­bjarn­ar­hún­ar drep­ist á fyrstu vik­um lífs síns. Tonja, móðir Herthu, hafði áður misst þrjá unga húna á ein­ung­is tveim­ur árum.

Hertha rúllar sér um búrið í Berlín í dag.
Hertha rúll­ar sér um búrið í Berlín í dag. AFP
mbl.is