Gjaldþrota og tugir missa vinnuna

Starfsfólk í fiskvinnslu. Mynd úr safni.
Starfsfólk í fiskvinnslu. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Topp­fisk­ur hef­ur verið úr­sk­urðað gjaldþrota, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá rík­is­skatt­stjóra. Ljóst er að tug­ir manns hafa þar með misst vinn­una en meðal­fjöldi starfa í fyr­ir­tæk­inu á ár­un­um 2016 og 2017 var 64 manns.

Tap af rekstri fé­lags­ins á ár­inu 2017 nam 280,1 millj­ón króna. Bók­fært verð eigna í efna­hags­reikn­ingi nam 1.211,7 millj­ón­um í árs­lok 2017 en bók­fært eigið fé var nei­kvætt um 320,5 millj­ón­ir króna. Var því eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins nei­kvætt um 26,5% á þeim tíma­punkti, sam­kvæmt töl­um sem lesa má úr árs­reikn­ingi fé­lags­ins.

Fyr­ir­tækið var úr­sk­urðað gjaldþrota á föstu­dag.

Um fjöru­tíu leitað aðstoðar

Rakel Páls­dótt­ir kynn­ing­ar­stjóri Efl­ing­ar staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að um fjöru­tíu starfs­menn Topp­fisks hafi leitað aðstoðar stétt­ar­fé­lags­ins í kjöl­far gjaldþrots­ins.

Hlut­haf­ar fé­lags­ins sam­kvæmt síðustu upp­lýs­ing­um voru fjór­ir; Jón Steinn Elías­son fram­kvæmda­stjóri með 85% hluta­fjár og Lauf­ey Eyj­ólfs­dótt­ir, Lovísa Guðbjörg Ásgeirs­dótt­ir og Anna Marta Ásgeirs­dótt­ir með 5% hver.

Fyr­ir­tækið hef­ur verið til húsa að Fiskislóð 65 í Reykja­vík en á vef þess seg­ir að um sé að ræða fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem hafi yfir hundrað manns í vinnu.

Ekki hef­ur náðst sam­band við stjórn­end­ur Topp­fisks í dag þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir mbl.is.

mbl.is