Síldarvinnslan segir upp fjórum

Gunnþór segir að ekki sé von á miklu hráefni í …
Gunnþór segir að ekki sé von á miklu hráefni í júní og júlí. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Síld­ar­vinnsl­an hf. hef­ur sagt upp fjór­um starfs­mönn­um við lönd­un hjá út­gerðinni í Nes­kaupstað. Þetta staðfest­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is, en upp­sagn­irn­ar voru til­kynnt­ar starfs­mönn­um í síðustu viku.

Hann seg­ir að ekki sé með bein­um hætti verið að leggja niður störf, held­ur sé um að ræða skipu­lags­breyt­ing­ar. Loðnu­brest­ur og sam­drátt­ur í þjóðfé­lag­inu hljóti að kalla á að farið sé ofan í kjöl­inn á öll­um rekstri.

„Fyr­ir­tæk­in í kring­um okk­ur eru með verk­taka í þessu. Við sögðum mönn­um upp með þriggja mánaða fyr­ir­vara og það er al­veg ljóst að það er ekki mikið hrá­efni vænt­an­legt í júní og júlí. Meðal ann­ars þess vegna er verið að ráðast í þess­ar skipu­lags­breyt­ing­ar. En það verður áfram landað úr skip­un­um.“

mbl.is