„Félagið má ekki við fíaskó-kosningum“

Heiðveig María Einarsdóttir er sjómaður og viðskiptalögfræðingur sem sóttist eftir …
Heiðveig María Einarsdóttir er sjómaður og viðskiptalögfræðingur sem sóttist eftir formennsku í Sjómannafélaginu, nú inngöngu.

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir seg­ir í sam­tali við mbl.is ekki ljóst hvort hún bjóði sig aft­ir fram til for­manns Sjó­manna­fé­lags Íslands aft­ur, en fé­lagið til­kynnti í dag að kosið verði að nýju í stjórn. „Við ætl­um bara að hugsa það, það fer eft­ir fram­kvæmd­inni,“ seg­ir Heiðveig og bæt­ir við að enn sé óljóst hver staða henn­ar sé gagn­vart fé­lag­inu.

Hún seg­ir jafn­framt ljóst að hún og meðfram­bjóðend­ur henn­ar hygg­ist ekki taka þátt í kosn­ing­um nema fram­kvæmd þeirra sé haf­in yfir all­an vafa, óháð kjör­stjórn ann­ist kosn­ing­arn­ar og að þær verði ra­f­ræn­ar.

Sjó­manna­fé­lag Íslands hef­ur greint frá því að fé­lagið hef­ur ákveðið að halda nýj­ar kosn­ing­ar til stjórn­ar og trúnaðarmannaráðs í þeim til­gangi „að hafið sé yfir vafa að fram­bjóðend­ur á list­um stjórn­ar fé­lags­ins sitji í óum­deildu umboði fé­lags­manna.“

„Ég fagna að sjálf­sögðu þessu. Ég geri bara ráð fyr­ir því að þeir séu að meina það að þeir vilji stjórn með óum­deilt umboð og fylgi því eft­ir með óháðum aðila sem ann­ast kosn­ing­arn­ar,“ seg­ir Heiðveig María.

Enn óviss um stöðu sína

Hún seg­ist treysta því að það verði kosið á ný. „Hins veg­ar treysti ég því þegar ég sé að það verði gert með þeim hætti að þetta verði hafið yfir all­an vafa. Fé­lagið má bara ekk­ert við ein­hverj­um fía­skó-kosn­ing­um eft­ir það sem und­an er gengið.“

Ekki er boðlegt, að mati Heiðveig­ar Maríu, að fara í aðrar kosn­ing­ar nema óháður aðili ann­ist kosn­ing­arn­ar og að þær verði ra­f­ræn­ar.

Spurð seg­ist hún hafa fengið yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins senda áður áður en hún var birt. Hún kveðist hins veg­ar ekki hafa fengið svör frá stjórn fé­lags­ins um hver henn­ar staða sé gagn­vart fé­lag­inu í kjöl­far úr­sk­urðar fé­lags­dóms.

„Við höf­um ít­rekað óskað eft­ir því – bæði ég og lögmaður­inn minn við lög­mann þeirra sem og starf­andi gjald­kera fé­lags­ins – hver sé staða mín inn­an fé­lags­ins, en því hef­ur ekki verið svarað nema með þess­ari yf­ir­lýs­ingu,“ seg­ir hún.

mbl.is