Ógna lífi 19 milljóna barna

Á leið til skóla í Kurigram-héraði í Norður-Bangladess.
Á leið til skóla í Kurigram-héraði í Norður-Bangladess. UNICEF/Akash

Flóð, felli­byl­ir og aðrar nátt­úru­ham­far­ir sem tengj­ast lofts­lags­breyt­ing­um ógna lífi og framtíð 19 millj­óna barna í Bangla­dess, að því er seg­ir í nýrri skýrslu Barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, UNICEF.

UNICEF seg­ir að þrátt fyr­ir aðdá­un­ar­verða seiglu íbúa Bangla­dess þurfi að gera meira til þess að draga úr hætt­unni sem blasi við börn­um lands­ins af völd­um lofts­lags­breyt­inga.  

Lofts­lags­breyt­ing­ar auka enn á þá ógn sem steðjar að fjöl­skyld­um í fá­tæk­ustu hlut­um Bangla­dess og ger­ir for­eldr­um ómögu­legt að veita börn­um sín­um aðgang að ör­uggu hús­næði, fæði, heilsu­gæslu og mennt­un, seg­ir Henrietta Fore, fram­kvæmda­stjóri UNICEF, en hún heim­sótti Bangla­dess í síðasta mánuði.

AFP

Í Bangla­dess og um all­an heim eru mikl­ar lík­ur á að aft­ur­kipp­ur komi í þá framþróun sem náðst hef­ur í mörg­um ríkj­um til að koma börn­um til bjarg­ar.

Skýrsl­an, A Gat­her­ing Storm: Clima­te change clouds the fut­ure of children in Bangla­desh, kom út í dag.

Í skýrsl­unni er sagt frá móður sem held­ur í ör­vænt­ingu um mynd af syni sín­um sem drukknaði í flóðunum í Kurigram-héraði í norður­hluta Bangla­dess árið 2017. Á eyju í Bra­hmaputra-fljóti sést dreng­ur feta þröng­an stíg við ár­bakk­ana á leið í skóla. Í fát­kæra­hverfi höfuðborg­ar­inn­ar, Dhaka, er lifi­brauð Mohamed Chotol, 13 ára, að safna plast­flösk­um.

Maroof Hussein er 11 ára gamall. Fjölskylda hans missti allt …
Mar­oof Hus­sein er 11 ára gam­all. Fjöl­skylda hans missti allt í flóðunum 2017. UNICEF/​Law­son Tancred

Víða um land hafa börn verið fórn­ar­lömb nátt­úru­ham­fara sem rekja má til lofts­lags­breyt­inga í heim­in­um. Flóð, felli­byl­ir og svo margt annað en drukkn­un er helsta dánar­or­sök barna í Bangla­dess. Árið 2016 drukknuðu tæp­lega 15 þúsund börn 17 ára og yngri þar í landi.

Mar­oof Hus­sein er 11 ára gam­all. Hann var 9 ára þegar flóð herjuðu á þorpið hans í júní 2017 með þeim af­leiðing­um að  bæði heim­ili hans og skóli fóru á flot. 

„Ég fór að sofa en vaknaði við að vatnið flæddi inn. Það var skelfi­legt,“ seg­ir Mar­oof en hann og fjöl­skylda hans sluppu heil á húfi en ekki besti vin­ur hans, Iqbal. Hann sópaðist á haf út með flóðbylgj­unni. Iqbal var 8 ára gam­all. 

Vís­inda­menn hafa sýnt fram á veru­lega hlýn­un sjáv­ar í Beng­al­flóa. Alþjóðabank­inn bend­ir á að árið 2050 megi bú­ast við, það er ef hækk­un sjáv­ar held­ur áfram á sama tíma og storm­ar verða al­geng­ari séu lík­ur á að 4.800 fer­kíló­metr­ar lands, sem svar­ar 3,2% af þurru landi í Bangla­dess í dag, fari und­ir sjó. Ef hækk­un sjáv­ar verður enn meiri má bú­ast við því að 8% lands­ins fari und­ir sjó.

AFP

Eins langt og elstu menn muna hafa fjöl­skyld­urn­ar 200 sem búa í þorp­inu Fulchari í Gai­banda-héraði, lifað á upp­sker­unni sem vex á bökk­um fljóta í ná­grenni þorps­ins. En nú er öllu lífi ógnað í þorp­inu vegna lofts­lags­breyt­inga. Til að mynda hef­ur öll hrís­grjóna­upp­sker­an brugðist þar sem rign­ing­in, sem ætti sam­kvæmt öllu að koma, læt­ur á sér standa. 

Á mons­ún­tíma­bil­inu rign­ir miklu meira en áður var og breyt­ast fljót­in í ógn­vald sem eng­inn ræður við.

Mufiz el Din missti hús fjöl­skyld­unn­ar og nánst alla hrís­grjóna­upp­sker­una í flóðum 2007. Síðan þá hafa hann og eig­in­kona hans og börn­in þeirra fimm flutt átta sinn­um. Reyna að finna skjól fyr­ir ólg­andi fljót­um. Auk þess að hafa misst allt þá hafa þess­ir sí­felldu flutn­ing­ar rænt börn­in mögu­leika á mennt­un. 

„Ég neydd­ist að taka tvo elstu syni mína úr skól­an­um því ég hafði ekki ráð á því að hafa þá þar,“ seg­ir Mufiz el Din. Þegar starfs­menn UNICEF ræddu við hann ný­verið voru yngstu dæt­urn­ar í skóla (6 og 9 ára) en hann vissi ekki hve lengi það gengi upp. Það var í valdi Bra­hmputra-fljóts­ins að ákv­arða framtíð fjöl­skyld­unn­ar.

Loftslagsbreytingar ógna lífi 19 milljóna barna í Bangladess.
Lofts­lags­breyt­ing­ar ógna lífi 19 millj­óna barna í Bangla­dess. UNICEF

Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa víðtæk áhrif á sam­fé­lagið allt. Þar á meðal auka þær lík­ur á barna­brúðkaup­um. Nazma Khat­um er 14 ára göm­ul og hún býr með móður sinni, þrem­ur systr­um og bróður á eyj­unni Kablag­unj í norður­hluta Bangla­dess. Nazma geng­ur í skóla en hana dreym­ir um að starfa við hjúkr­un. En þar sem faðir henn­ar er lát­inn er það móðir henn­ar sem þarf ein að fram­fleyta fjöl­skyld­unni. Á sama tíma hafa lofts­lags­breyt­ing­ar spillt upp­sker­unni í héraðinu þannig að út­lit er fyr­ir að móðir henn­ar missi vinn­una. 

Þar sem það er svo erfitt fyr­ir mömmu að fram­fleyta okk­ur þá veit ég aldrei hvort hún á næga pen­inga til þess að greiða fyr­ir mennt­un mína, seg­ir Nazma. Ég myndi vilja fara í há­skóla í Dhaka en ég er ekki viss um að móðir mín hafi ráð á því.

Frá Bangladess.
Frá Bangla­dess. UNICEC

Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa valdið því að marg­ar fjöl­skyld­ur sjá ekki önn­ur úrræði í stöðunni en að gefa dæt­ur sín­ar í hjóna­band og fækka þar með þeim munn­um sem þarf að brauðfæða. 

Eins eru fjöl­mörg börn neydd til þess að sjá fyr­ir sér og fara út á vinnu­markaðinn. Á góðum degi nær Mohamed Chotol, 13 ára, að safna 15 kg af plasti í poka sem hann er með á öxl­inni. Fyr­ir plastið fær hann 300 taka sem svar­ar til 418 króna. 

„Ég læt for­eldra mína frá pen­inga,“ seg­ir Mohamed en viður­kenn­ir að stund­um taki hann hluta fjár­hæðinn­ar í að kaupa sér eitt­hvað að borða. „Ég vildi auðvitað miklu frek­ar vera í skóla en ég hata alls ekki starfið. Ég er með vin­um mín­um og síðdeg­is spil­um við krikk­et eft­ir að vinnu­deg­in­um lýk­ur.“

Yf­ir­maður hans seg­ir að það séu átta til níu aðrir kaup­sýslu­menn sem séu með börn í vinnu við að safna plast­umbúðum til end­ur­vinnslu. Hann seg­ist sjálf­ur hafa neyðst til þess að flytja bú­ferla­flutn­ing­um vegna upp­skeru­brests en hann var áður bóndi í 20 ár. 

Rík­is­stjórn Bangla­dess gaf út aðgerðaáætl­un vegna lofts­lags­breyt­inga árið 2009 þar sem farið er yfir þarf­ir fá­tækra og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.

Síðan þá hafa stjórn­völd reynt að gera sitt besta til þess að und­ir­búa þau svæði sem eru í viðkvæmri stöðu. Um 12 millj­ón­ir barna búa á þeim svæðum sem eru í mestri hættu, það er þar sem mest hætta er á að ár flæði yfir bakka sína. Að minnsta kosti 480 heilsu­gæslu­stöðvar sópuðust til að mynda á brott í flóðunum 2017.

Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF.
Henrietta Fore, fram­kvæmda­stjóri UNICEF. AFP

Um 4,5 millj­ón­ir barna búa á strandsvæðum þar sem felli­byl­ir herja oft á. Þar á meðal hálf millj­ón barna úr hópi flótta­fólks rohingja. Flótta­fólkið býr í viðkvæm­um bambus- og plast­hreys­um. 

Þrjár millj­ón­ir barna búa síðan á þurrka­svæðum inni í miðju landi. Sam­kvæmt skýrslu UNICEF eru lofts­lags­breyt­ing­ar lyk­ilþátt­ur í að reka fá­tæka á ver­gang þar sem fólk reyn­ir að skapa sér framtíð á nýj­um svæðum. Marg­ir þeirra fara til höfuðborg­ar­inn­ar og annarra stór­borga þar sem börn eiga á hættu að vera seld í ánauð eða þvinguð í hjóna­bönd. Sam­kvæmt op­in­ber­um gögn­um eru um sex millj­ón­ir nú þegar á ver­gangi vegna lofts­lags­breyt­inga og ef ekk­ert verður að gert á sú tala eft­ir að tvö­fald­ast fyr­ir árið 2050. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is