Poppséníin sem flýðu sviðsljósið

Tónlistararfleifð Mark Hollis og Scott Walker er víðfeðm og merkileg.
Tónlistararfleifð Mark Hollis og Scott Walker er víðfeðm og merkileg. Ljósmynd/Samsett úr skjáskotum

Und­an­farið hafa tveir stór­merki­leg­ir tón­list­ar­menn yf­ir­gefið jarðvist sína sem eiga margt sam­eig­in­legt. Mark Holl­is og Scott Wal­ker fengu mik­inn meðbyr í upp­hafi fer­ils­ins en sögðu báðir skilið við sviðsljósið og fóru í veg­ferð þar sem eng­ar mála­miðlan­ir voru gerðar í leit að nýj­um vídd­um í tón­um.

Sagt hef­ur verið frá ferli þeirra beggja hér á mbl.is en hér verður rakið hvernig margt er sam­bæri­legt með hvernig ævi­starf þeirra í tónlist þróaðist.

Um­fjöll­un um Scott Wal­ker sem lést 22. mars.

Áður hafði birst þessi grein um Mark Holl­is sem lést 25. fe­brú­ar.

Neðst í grein­inni er svo að finna spil­un­arlista á Spotify með nokkr­um vel völd­um lög­um úr smiðju tví­menn­ing­anna.

Ein­ung­is tólf ár voru á milli þeirra Holl­is og Wal­ker en þegar tón­list­in sem eft­ir þá ligg­ur er skoðuð myndu lík­lega flest­ir halda að ald­urs­mun­ur­inn væri mun meiri. Það helg­ast af því að Wal­ker sló í gegn ung­ur með Wal­ker Brot­h­ers en Holl­is var rúm­lega þrítug­ur þegar hljóm­sveit hans Talk Talk var á há­tindi vin­sælda sinna.

Popp eins og það ger­ist best 

Wal­ker Brot­h­ers voru þríeyki og þeir voru bún­ir að reyna eitt og annað fyr­ir sér þegar Scott söng Burt Bacharach-lagið „Make It Easy On Your­self“ sem náði toppi breska vin­sældal­ist­ans.

Poppið full­komnaðist þó hjá sveit­inni í „The Sun Ain't Gonna Shine Anymore“ þar sem barítón­rödd Wal­kers pass­ar full­komn­lega við trega­full­an texta og klass­íska six­tís-út­setn­ingu í anda Spectors: Risa­stór strengja­heim­ur, epísk­ar radd­an­ir og Motown-skot­inn hrynj­andi þar sem him­inn og jörð virðast eiga allt und­ir þess­ari þriggja mín­útna popp-neglu.

Ef fólk sér ekki snilld­ina í þessu er frek­ari lest­ur lík­lega óþarf­ur.

Talk Talk með Holl­is fremst­an í flokki var einnig búin að vera starf­andi um nokk­urra ára skeið þegar popp­jafn­an gekk upp hjá þeim. Dína­mík­in í þeirri sveit var vissu­lega af öðrum toga. Þar var um al­vöru­hljóm­sveit að ræða sem hafði eytt meiri tíma í að móta hljóm sinn og hug­mynda­fræði. Þrátt fyr­ir að toppa ekki vin­sældal­ist­ana í Banda­ríkj­un­um og á Bretlandi, sem skipta lík­lega mestu máli í alþjóðlegu sam­hengi, á sín­um tíma er „It's My Life“ eins stórt popp­lag og þau verða og hef­ur vaxið í vin­sæld­um eft­ir því sem tím­inn líður. Hræðileg töku­út­gáfa No Dou­bt, þeirr­ar af­leitu hljóm­sveit­ar, á lag­inu hef­ur hjálpað til en lagið hef­ur fjór­um sinn­um náð á vin­sæld­arlista í Bretlandi hæst í þrett­ánda sæti í tengsl­um við safn­plötu sem kom út árið 1990.

Lagið er vanga­velta um óend­ur­goldna ást, en með ein­faldri speki um til­ver­una sem var þrá­stef í texta­gerð Holl­is. Fyr­ir utan hvað lagið er ein­fald­lega gott og vel samið er hljóðheim­ur­inn af­bragð. Synt­hahljóm­ur­inn er vel heppnaður og bassam­el­ódí­una myndu flest­ir þekkja eina og sér. Spilakafl­inn fyr­ir síðasta kór­us gef­ur lag­inu mikið rými sem geng­ur ekki alltaf upp í poppi.

Það er deg­in­um ljós­ara að með því að halda áfram slík­um laga­smíðum hefði sveit­in getað tryggt sig í sessi sem stórt nafn í popp­heim­in­um. Eitt­hvað svipað og Dur­an Dur­an eða Wham. Þó upp­haf­lega út­gáf­an sé mögnuð er ástæða til að vekja at­hygli á þess­um flutn­ingi sveit­ar­inn­ar í Montreaux árið 1986.

Ein lík­indi sem má finna í smell­um beggja er ákveðin al­vara, þung­ar hugs­an­ir sem finna far­veg í gríp­andi en um leið drama­tísku popp­lagi. Það er svo sem ekk­ert ein­stakt að pop­p­lög séu drama­tísk en það er alls ekki alltaf sem til­finn­ing­in er sönn og að hún endurómi hjá hlust­end­um jafn­vel eft­ir að lag­inu lýk­ur. Eitt­hvað sem ger­ist bæði í verk­um Holl­is og Wal­ker. 

Wal­ker hamraði járnið á meðan það var heitt á sjö­unda ára­tugn­um og gaf út fjór­ar sóló­plöt­ur á ár­un­um 1967-1969. Eins og var svo al­gengt á þess­um tíma voru þær ekki alltaf heil­steypt verk enda var breiðskíf­an sem slík nýtt fyr­ir­bæri sem lista­menn voru rétt að byrja að þróa.

Á þess­um plöt­um er þó ákveðinn þráður eða karakt­er og sum lag­anna eru al­gjör­lega mögnuð, stand­ast sam­an­b­urð við hvaða lista­mann sem er. „Plastic Palace People“ af Scott 2 er eitt þeirra. Lagið er samið af Wal­ker sjálf­um sem var ekki alltaf raun­in. Það er með ýkt­um kafla­skipt­ing­um þar sem tökt­um er blandað sam­an, streng­irn­ir skapa óraun­veru­legt and­rúms­loft sem er svo ýkt í meðferð á rödd Wal­kers. Plat­an fór á topp­inn í Bretlandi þar sem Wal­ker var stór­stjarna, engu minna elskaður en Bítl­arn­ir sam­kvæmt póst­skrán­ing­um í aðdá­enda­klúbba. Mikið vildi ég búa í heimi þar sem tónlist af þessu kali­beri væri sú vin­sæl­asta.

Talk Talk fylgdu vin­sæld­um sín­um eft­ir með því að gefa út The Colour Of Spring árið 1986. Al­gjör­lega mögnuð plata og ljóst að leit­in að ein­hverj­um sann­leika í tón­list­inni var það eina sem stýrði för hjá Holl­is og fé­lög­um. Engu var skeytt um það hvernig upp­bygg­ing­in á lög­un­um væri. Á plöt­unni má heyra barnakóra, krefj­andi þagn­ir, djass­skot­in sóló, skrýtn­ar taln­ing­ar og svona mætti lengi telja. Allt er samt hnýtt sam­an af frá­bærri hljóm­sveit­inni og til­finn­ing­unni í rödd Holl­is sem virðist hafa ferðast um lang­an veg þegar hún skil­ar sér í hlust­irn­ar. Ótrú­legt stöff sem var og er al­ger­lega ein­stakt. Ekki nóg með það, held­ur seld­ist hún eins og heit­ar lumm­ur, komst í 8. sæti breska vin­sældal­ist­ans og náði hátt á list­um víða í Evr­ópu líka, býsna gott miðað við mús­ík sem er svo íhug­ul. 

„Li­ving in anot­her world“ var eitt vin­sæl­asta lagið af plöt­unni og hér fyr­ir neðan má sjá og heyra magnaða út­gáfu sveit­ar­inn­ar af lag­inu í Montraux á hljóm­leika­ferð sem far­in var til að fylgja plöt­unni eft­ir og reynd­ist sú síðasta sem Talk Talk fór. Al­gjör synd af því að það eru sára­fá­ar sveit­ir sem að mínu viti sem hafa náð að full­komna list sína með þess­um hætti og hafa eitt­hvað raun­veru­legt fram að færa. 

Holningin á Beth Gibbons í Portishead er óneitanlega svipuð og …
Holn­ing­in á Beth Gib­b­ons í Port­is­head er óneit­an­lega svipuð og hjá Mark Holl­is. Hvort sem það er til­vilj­un eða ekki þá er Talk Talk afar hátt met­in á meðal tón­list­ar­manna í Bretlandi og Gib­b­ons gaf út af­bragðsplötu í sam­vinnu við Paul Webb, bassa­leik­ara Talk Talk, í upp­hafi ald­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Skjá­skot af youtu­be.

Eft­ir að hafa verið á þess­ari fínu línu þar sem metnaðarfull og al­vöru­gef­in popp­tónlist náðu ákveðinni full­komn­un héldu Holl­is og Wal­ker enn lengra í þá átt þar sem fyr­ir­séð var að færri hlust­end­ur myndu fylgja þeim. Þetta skapaði tog­streitu á milli tón­list­ar­mann­anna og út­gáfu­fyr­ir­tækja þeirra sem eru ágæt­lega skrá­sett. Talk Talk stóðu meðal ann­ars í mála­ferl­um til að halda yf­ir­ráðum yfir eig­in sköp­un. 

Scott Wal­ker er hálf­gerður huldumaður og erfitt er að átta sig á því að hversu miklu leyti sög­urn­ar sem sagðar eru af hon­um séu sann­ar. Holl­is gaf það út að hann ætti erfitt með að sam­ræma eðli­legt fjöl­skyldu­líf við tón­leika­ferðalög­in og dró sig sí­fellt meira í hlé. 

Wal­ker gaf út mun meira efni á sín­um ferli og þar er gæðunum mis­jafn­lega skipt. End­ur­koma Wal­ker bræðra með plöt­unni Nite Flig­hts lykt­ar t.a.m. óneit­an­lega af fjár­krögg­um þeirra fóst­bræðra, þó fram­lag Scotts sé af­bragð. Tit­il­lagið er frá­bært og þarna er Wal­ker enn að semja popp­tónlist sem er nokkuð sönn form­inu.

Árið 1984 gaf hann út sóló­plöt­una Clima­te of Hun­ter en það var svo með plöt­unni Tilt (1995) sem Wal­ker fór al­ger­lega út í svo tor­melta tónlist að ekki væri nokk­ur leið að flokka hana sem popp. Laga­formið er al­gjör­lega farið út í hafsauga og út­setn­ing­arn­ar eru eft­ir því og eft­ir þetta hélt Wal­ker sig meira og minna á þess­um slóðum. Frægt er þegar hann var að leita að rétta hljóðinu sem átti að heyr­ast þegar svíns­skrokk­ur er bar­inn með hnef­un­um. 

Þrátt fyr­ir að hafa fengið ágæt­is viðtök­ur við verk­um sín­um í þess­um dúr, sem héldu áfram að koma út nán­ast fram til dauðadags, bygg­ist arf­leifð hans þó fyrst og fremst á því sem hann gerði á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um. 

Í raun mætti segja það sama um Holl­is ef ein­göngu væri litið til spil­ana­fjölda á lög­um Talk Talk á Spotify og Youtu­be. Þar eru smell­irn­ir frá fyrri hluta ní­unda ára­tug­ar­ins í aðal­hlut­verk­um. Plöt­urn­ar The Spi­rit of Eden (1988) og Laug­hing Stock (1991) sem komu út í kjöl­far mik­ill­ar vel­gengni geta í eng­um skiln­ingi tal­ist popp en hafa náð ótrú­leg­um vin­sæld­um þrátt fyr­ir að vera löt­ur­hæg­ar og tor­melt­ar. Á meðal stórs hóps tón­list­ar­unn­enda eru þær ein­fald­lega það besta sem hef­ur verið gert í tónlist, teng­ing­in sem fólk hef­ur við tón­list­ina er ótrú­lega sterk. Gjarn­an er talað um að þarna hafi síð-rokkið verið fundið upp sem hef­ur að sjálf­sögðu skapað far­veg fyr­ir marg­ar frá­bær­ar hljóm­sveit­ir.  

Lík­lega væri enda­laust hægt að leika sér að því að tengja sam­an ferla þess­ara tveggja lista­manna. Barrokk-poppið og ný-róm­an­tík­ina, heim­spek­inga sem þeir vitnuðu í, barítónradd­irn­ar og þemu í texta­gerð. Tón­list­in sem eft­ir þá ligg­ur er þó það sem öllu máli skipt­ir og hér fyr­ir neðan er að finna playl­ista á spotify sem ég setti sam­an vegna grein­ar­inn­ar.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina