Tæknin flýgur fram úr þorskinum

Úr vinnusal Hampiðjunnar, sem er eitt af stóru tæknifyrirtækjunum.
Úr vinnusal Hampiðjunnar, sem er eitt af stóru tæknifyrirtækjunum. mbl.is/Hari

Staða margra þeirra tæknifyr­ir­tækja sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi hef­ur aldrei verið jafn sterk og nú. Þetta sýn­ir ný grein­ing Íslenska sjáv­ar­klas­ans, sem gef­in var út í vik­unni.

Í grein­ing­unni er bent á að tíu stærstu tæknifyr­ir­tæk­in hafi aukið veltu sína um­tals­vert á milli ára. Velta þeirra sem teng­ist sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi hafi þannig numið um 42 millj­örðum króna á síðasta ári. Skýr­ing­ar á því sé meðal ann­ars að finna í sölu búnaðar og í samr­un­um við önn­ur fyr­ir­tæki.

Velta annarra fyr­ir­tækja í sama geira, sem sam­kvæmt at­hug­un Sjáv­ar­klas­ans eru um 65 tals­ins, var þá um 40 millj­arðar og óx um 7% á ár­inu 2018.

Því megi segja að síðasta ár sé það fyrsta í sög­unni þar sem sala tækni­búnaðar og ann­ars búnaðar frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, sem mest­megn­is er á er­lenda markaði, sé meiri en sem nem­ur sölu á þorsk­flök­um frá Íslandi.

„Fleiri tæknifyr­ir­tæki eru að stækka um­tals­vert og ná öfl­ugri fót­festu á er­lend­um mörkuðum. Þrátt fyr­ir harða sam­keppni hafa mörg minni fyr­ir­tæk­in haldið vel sín­um hlut og í sum­um til­fell­um vel það,“ seg­ir í grein­ingu klas­ans.

Í fáum út­flutn­ings­grein­um hafi fyr­ir­tæki nýtt jafn vel þau tæki­færi sem fel­ist í fjórðu iðnbylt­ing­unni og þeirri sjálf­virkni­væðingu sem hún hef­ur í för með sér. „Þá eru að koma fram ný tæknifyr­ir­tæki, m.a. í rekj­an­leika, DNA-grein­ing­um og um­hverf­is­stjórn­un sem enn bæta þá fjöl­breyttu flóru tæknifyr­ir­tækja sem starf­rækt eru á þessu sviði hér­lend­is,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Lang­stærst þess­ara fyr­ir­tækja er Mar­el. Þar á eft­ir fylgja Skag­inn 3X, Héðinn, Valka, Vaki, Curio, Naust­mar­ine, Raf­eyri og Sam­ey. Sam­kvæmt niður­stöðum grein­ing­ar­inn­ar eru þessi fyr­ir­tæki sam­tals með tæp­lega 1.000 starfs­menn og starfa 80% þeirra á Íslandi.

Vak­in er at­hygli á að stóru og meðal­stóru tæknifyr­ir­tækj­un­um hafi fjölgað. Þau hafi einnig haft mun meira svig­rúm en þau minni til að markaðssetja þjón­ustu sína og vör­ur er­lend­is. Á síðastliðnum árum hafi það tek­ist afar vel.

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í ViðskiptaMogg­an­um, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: