Hafnar ásökunum um popúlisma

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Aðsend

„Hver er þá sek­ur um po­púl­isma í þess­ari umræðu?“ spyr Ólína Þor­varðardótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book-síðu sinni í dag vegna umræðunn­ar um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Fólk hef­ur áhyggj­ur af þriðja orkupakk­an­um - spyr áleit­inna spurn­inga um full­veldisafsal og sjálfræði þjóðar­inn­ar yfir orku­auðlind­um sín­um. Viðbrögðin? Fúkyrði og dylgj­ur um hug­ar­far þeirra sem ef­ast: Efa­semd­ar­mönn­um (sem eru af ýms­um toga og koma úr ýms­um átt­um) er öll­um skipað í einn hóp sem sakaður er um þjóðern­isof­stopa og po­púl­isma,“ seg­ir Ólína enn frem­ur um málið.

Spyr Ólína hvort ekki sé ástæða til þess að ræða málið mál­efna­lega. „Málið snýst ekk­ert um ætt­j­arðarást. Það snýst um hags­muni Íslend­inga. Hvernig væri nú að end­ur­vekja kröf­una um auðlinda­ákvæði í nýrri stjórn­ar­skrá til þess að verja þjóðina fyr­ir eigna­mynd­un og ásælni í orku­auðlind­ir henn­ar, og gera kröfu um að frá því verði gengið áður en lengra er haldið með orkupakk­ana? Hvar er sú umræða?“ Og áfram seg­ir hún:

„Ég heyri hana ekki hjá málsvör­um sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar og alþjóðasam­starfs. Ég les bara blaðagrein­ar þar sem efa­semd­ar­fólk­inu eru gerðar upp skoðanir, ef­ast um hvat­ir þess og til­gang af því að í hópn­um eru Miðflokks­menn og Flokks fólks­ins menn. En í hópn­um eru fleiri. Fjöldi fólks úr öll­um stjórn­mála­flokk­um hef­ur efa­semd­ir og rök­studd­ar spurn­ing­ar sem ekki hafa feng­ist svör við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina