Innleidd að fullu en gildistöku frestað

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verði stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vör­um aflétt af hálfu Alþing­is á þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins verður reglu­gerð 713/​2009, sem er hluti pakk­ans, inn­leidd að fullu í ís­lensk­an rétt en fram­kvæmd þeirra ákvæða sem varða teng­ing­ar yfir landa­mæri, og ekki er tal­in eiga við hér á landi á meðan eng­in slíkt teng­ing er til staðar, frest­ast um óákveðinn tíma á meðan þær aðstæður eru fyr­ir hendi.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í svör­um Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra við spurn­ing­um sem blaðamaður Morg­un­blaðsins sendi hon­um vegna þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sem rík­is­stjórn­in hyggst inn­leiða hér á landi vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um. Þar seg­ir enn frem­ur að pakk­inn feli ekki í sér neina skyldu fyr­ir Ísland til þess að leggja sæ­streng til Evr­ópu.

Spurn­ing­ar Morg­un­blaðsins og svör ut­an­rík­is­ráðherra fara hér að neðan:

Hvað þýðir það fyr­ir hin EFTA-rík­in í EES-sam­starf­inu, þ.e. Nor­eg og Liechten­stein,  ef Ísland ákveður að inn­leiða ekki þriðja orkupakk­ann? Tek­ur hann þá gildi fyr­ir hvor­ugt hinna EFTA-ríkj­anna? Hafa Norðmenn og Liechten­stein­ar ekki samþykkt þriðja orkupakk­ann? Hafa þeir beitt þrýst­ingi á að þriðji orkupakk­inn verði inn­leidd­ur hér?

„Öll EFTA-rík­in þrjú inn­an EES tóku um­rædda ákvörðun í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni nr. 93/​2017 með stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara. Bæði Nor­eg­ur og Liechten­stein hafa þegar aflétt fyr­ir­var­an­um af sinni hálfu, Nor­eg­ur þann 27. apríl 2018 og Liechten­stein 9. maí 2018.  Ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar tek­ur ekki gildi fyrr en öll EFTA-rík­in inn­an EES hafa aflétt fyr­ir­var­an­um.

Al­mennt hafa EFTA-rík­in sex mánuði til að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara við ákv­arðanir sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar en ekki er óal­gengt að farið sé fram yfir þann frest. Það hef­ur hins veg­ar aldrei gerst að EFTA-ríki hafi til­kynnt að fyr­ir­var­an­um verði ekki aflétt og að ákvörðunin taki þar með ekki gildi. Þar sem slíkt er for­dæma­laust er ekki hægt að full­yrða hverj­ar af­leiðing­arn­ar yrðu. Þó er ljóst að viðkom­andi gerð tek­ur þá ekki gildi gagn­vart neinu EFTA-ríkj­anna inn­an EES. Að auki kann slík ákvörðun að hafa í för með sér að fram­kvæmd gerða í fjórða viðauka EES-samn­ings­ins um orku­mál verði frestað til bráðabirgða . Slík frest­un viðauk­ans myndi vænt­an­lega gilda fyr­ir öll EFTA-rík­in inn­an EES.
Stjórn­völd í Nor­egi og Liechten­stein hafa ekki beitt Ísland þrýst­ingi vegna máls­ins, en þau hafa fylgst með fram­vind­unni.“

Felst ein­hver fyr­ir­vari í yf­ir­lýs­ingu þinni og fram­kvæmda­stjóra orku­mála í fram­kvæmda­stjórn ESB sem var gef­in út í mars síðastliðnum?

„Yf­ir­lýs­ing­in und­ir­strik­ar sam­eig­in­leg­an skiln­ing og er því af hálfu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB viður­kenn­ing á þeim sjón­ar­miðum sem liggja til grund­vall­ar fyr­ir­vör­um Íslands við inn­leiðing­una. Þótt yf­ir­lýs­ing­in sé ekki laga­lega bind­andi hef­ur hún laga­lega þýðingu gagn­vart fyr­ir­var­an­um, eins og meðal ann­ars Stefán Már Stef­áns­son og Friðrik Árni Friðriks­son Hirst og Skúli Magnús­son hafa bent á. Í yf­ir­lýs­ing­unni felst sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur ís­lenskra stjórn­valda og fram­kvæmda­stjórn­ar ESB á því að stór hluti ákvæða þriðja orkupakk­ans, þ.e. þau sem varða grunn­virki og flutn­ing raf­orku yfir landa­mæri, hafa hvorki gildi né raun­hæfa þýðingu fyr­ir Ísland á meðan eng­inn raf­orkusæ­streng­ur er til staðar.“

Felst ein­hver vörn fyr­ir ís­lenska ríkið í yf­ir­lýs­ing­unni ef t.d. er­lent fyr­ir­tæki vill leggja sæ­streng og fær ekki og fer í mál við ís­lenska ríkið fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um þess vegna? Mun þessi leið halda að ykk­ar mati?

„Sam­kvæmt álit­um sér­fræðinga sem stjórn­völd hafa leitað til er það al­farið á for­ræði ís­lenskra stjórn­valda að ákveða hvort sæ­streng­ur verði lagður.

Má hér m.a. benda á álits­gerðir Skúla Magnús­son­ar, Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Friðriks Árna Friðriks­son­ar Hirst, og Davíðs Þórs Björg­vins­son­ar þar sem er áréttað að inn­leiðing þeirra gerða sem um ræðir myndi ekki skuld­binda ís­lenska ríkið til að koma á eða leyfa sam­teng­ingu ís­lensks raf­orku­markaðar við önn­ur ríki Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Niður­stöður grein­ar­gerða Birg­is Tjörva Pét­urs­son­ar og Ólafs Jó­hann­es­ar Ein­ars­son­ar eru á sömu leið. Enn frem­ur er þessi skiln­ing­ur und­ir­strikaður í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðherra og orku­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins.

Svarið er því að sú leið sem lögð er til fær staðist. Upp­taka þriðja orkupakk­ans í EES-samn­ing­inn fel­ur ekki í sér neins kon­ar skyldu ís­lenskra stjórn­valda til að tengj­ast sam­eig­in­legu raf­orku­kerfi ESB með lagn­ingu sæ­strengs eða með öðrum hætti.“

Eru for­dæmi fyr­ir því í EES-sam­starf­inu að stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara hafi verið aflétt af lög­gjöf en hún ekki inn­leidd að fullu í rétt viðkom­andi lands, eins og ætl­un­in er að gera hér?

Verði til­laga til þings­álykt­un­ar um staðfest­ingu ákvörðunar sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar nr. 93/​2017 um þriðja orkupakk­ann samþykkt er fyr­ir­hugað að inn­leiða reglu­gerð (EB) nr. 713/​2009 í ís­lensk­an rétt með hefðbundn­um hætti. Það verði þó með laga­leg­um fyr­ir­vara um að grunn­virki sem gera mögu­legt að flytja raf­orku milli Íslands og orku­markaðar ESB verði hvorki reist né áætluð nema að und­an­geng­inni end­ur­skoðun á laga­grund­velli reglu­gerðar­inn­ar og komi ákvæði henn­ar sem varða teng­ing­ar yfir landa­mæri ekki til fram­kvæmda fyrr en að þeirri end­ur­skoðun lok­inni. Þá verði jafn­framt tekið enn frek­ar og sér­stak­lega til skoðunar á vett­vangi Alþing­is hvort inn­leiðing henn­ar við þær aðstæður sam­ræm­ist ís­lenskri stjórn­ar­skrá.

Með öðrum orðum er viðkom­andi reglu­gerð inn­leidd að fullu en fram­kvæmd þeirra ákvæða sem varða teng­ing­ar yfir landa­mæri frest­ast um óákveðinn tíma og fá þau ekki gildi nema þau skil­yrði séu upp­fyllt sem fyrr grein­ir.

Sam­hliða þessu hef­ur ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á raf­orku­lög­um og til­lögu um breyt­ingu á þings­álykt­un nr. 26/​148 um stefnu stjórn­valda um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is raf­orku. Þar er kveðið á um að ekki verði ráðist í teng­ingu raf­orku­kerf­is lands­ins við raf­orku­kerfi ann­ars lands í gegn­um sæ­streng nema að und­an­gengnu samþykki Alþing­is. Það samþykki skuli liggja fyr­ir áður en fram­kvæmd­ir sem varða slíka teng­ingu geta farið á fram­kvæmda­áætl­un kerf­isáætl­un­ar.

Svarið er því að um­rædd reglu­gerð er inn­leidd að fullu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina