Mun hraðari bráðnun en áður talið

Jökull í Andes-fjöllunum í Ekvador.
Jökull í Andes-fjöllunum í Ekvador. AFP

Jökl­ar jarðar eru að bráðna mun hraðar en vís­inda­menn töldu fyr­ir aðeins nokkr­um árum. Í nýrri rann­sókn, sem birt er í vís­inda­tíma­rit­inu Nature, kem­ur fram að jökl­arn­ir tapi 369 millj­örðum tonna af snjó og ís á hverju ári. 

Í um­fjöll­un Time um rann­sókn­ina seg­ir að niðurstaða vís­inda­mann­anna sé sú að jökl­arn­ir minnki nú mun hraðar en að hóp­ur vís­inda­manna reiknaði út árið 2013. Þeir minnki fimm sinn­um hraðar en þeir gerðu á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar. Þessi hröðun er rak­in til lofts­lags­breyt­inga og áhrif­in eru þau að meira ferskvatn fer til sjáv­ar en áður var talið. 

Ef litið er til síðustu þrjá­tíu ára má sjá, að sögn aðal­höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar, að jökl­ar um nán­ast all­an heim hófu að minnka á sama tíma. „Það er skýr lofts­lags­breyt­ing ef þú skoðar stóru mynd­ina,“ seg­ir Michael Zemp hjá há­skól­an­um í Zurich.

Þeir jökl­ar sem hraðast bráðna eru í Mið-Evr­ópu, á Kák­a­sus-svæðinu, í vest­ur­hluta Kan­ada,  mörg­um ríkj­um Banda­ríkj­anna, Á Nýja-Sjálandi og í ná­grenni við hita­belt­in. Jökl­ar á þess­um svæðum tapa meira en 1% af massa sín­um á hverju ári, seg­ir í niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar í Nature. Með þessu áfram­haldi munu jökl­ar á þess­um stöðum ekki „lifa af“ til loka ald­ar­inn­ar, seg­ir Zemp í viðtali við Time.

Í Ölp­un­um ein­um og sér eru um 4.000 jökl­ar sem eru forðabúr vatns fyr­ir millj­ón­ir manna. Talið er að þess­ir jökl­ar muni minnnka um 90% fyr­ir ald­ar­lok.

Jöklar í Pategóníu í Chile hafa hopað hratt síðustu tvö …
Jökl­ar í Pategón­íu í Chile hafa hopað hratt síðustu tvö árin. AFP

Zemp og sam­starfs­fé­lag­ar notuðu mynd­ir, m.a. gervi­tungla­mynd­ir, af 19 þúsund jökl­um við rann­sókn­ina og er hún því um­fangs­meiri en fyrri rann­sókn­ir um sama efni.

Er það m.a. niðurstaðan að jökl­ar í suðvest­an­verðri Asíu séu þeir einu sem eru ekki að minnka. Skýr­ing­in felst í staðbundnu veðurfari þar um slóðir.

Vís­inda­menn hafa lengi vitað og bent á að lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völd­um séu að valda bráðnun jökla á heim­skauta­svæðum. En í þess­ari nýju rann­sókn kem­ur fram að vand­inn er meiri og að áhrif bráðnun­ar jökla á sjáv­ar­yf­ir­borð eru meiri en áður var talið.

mbl.is